Fimmtudagurinn 18. ágúst 2022

Sunnudagurinn 29. desember 2013

«
28. desember

29. desember 2013
»
30. desember
Fréttir

Noregur: Brottvísuðum útlendingum hefur fjölgað um 23% á milli ára - allt hefur 5.441 útlendingi verið vísað úr landi - flestir frá Nígeríu

Brottvísunum útlendinga frá Noregi hefur fjölgað um 23% á árinu 2013 miðað við árið 2012. Í nóvember einum flutti útlendinga­deild norsku lög­reglunnar úr landi 530 einstaklinga sem ekki höfðu lögmæta heimild til dvalar í Noregi. Flestir þeirra sem fluttir eru á brott á kostnað norskra skattgreiðenda ...

Úkraína: Í fyrsta sinn mótmælt fyrir framan forsetabústaðinn

Þúsundir mótmælenda komu sunnudaginn 29. desember í fyrsta sinn saman fyrir framan heimili Viktors Janúkóvitsj, forseta Úkraínu, sem er í um 15 km frá miðborg Kiev. Fólkið fór á reiðhjólum, bifreiðum og smárútum út úr borginni til bústaðarins að sögn fréttaritara AFP. Fjöldi varðmanna hélt fólkinu ...

Siena: Björgun elsta banka heims slegið á frest - logandi ágreiningur eigenda og stjórnenda - óvissa um þriðja stærsta banka Ítalíu

Hluthafar í elsta banka heims, ítalska bankanum Banca Monte dei Paschi di Siena, samþykktu laugardaginn 28. desember að fresta endurfjármögnun bankans fram á mitt ár 2014. Stjórnendur bankans vildu að gripið yrði til aðgerða í því skyni að forða bankanum frá þjóðnýtingu strax í janúar 2014. Monte d...

Stjórnlagaráð Frakka samþykkir lög um 75% tekjuskatt á auðmenn

Stjórnlagaráð Frakklands hefur fallist á ný lög um 75% skatt á tekjuhæstu Frakka. Álagning skattsins hefur verið meðal helstu baráttumála François Hollandes forseta. Fyrstu lögin um hann frá því á síðasta ári voru talin brjóta í bága við stjórnar­skrána. Í nýju lögunum eru atvinnurekendur skyldaðir til að standa skil á 75% skatti af tekjum yfir eina milljón evra.

Er nýtt kalt stríð í aðsigi-spyr rit­stjóri grísks dagblaðs

Alexis Papachelas, rit­stjóri gríska dagblaðsins Kathimerini spyr í grein, sem birtist á netútgáfu blaðsins, ekathimerini, hvort nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu. Hann segir að þetta kunni að vera ýkjur en athyglin beinist að vaxandi spennu á milli Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna og Evrópu­sambandsins hins vegar.

Þýzkaland: 4600 lækna vantar til starfa-fari læknir loka lyfjaverzlanir

Í nýrri skýrslu er talið að Þýzkaland vanti 4600 lækna.

Í pottinum

ESB-ríkin nota 16 tegundir af orustuskipum - Bandaríkin nota eina

Skýrt dæmi um að sameiningarþróun Evrópu­ríkja er komin á endastöð er erfiðleiki þeirra við að ná samstarfi í hernaðarmálum. Bandaríkin hafa fram á síðustu ár séð um öryggi Evrópu en kvartað meir og meir undan því hvað framlag Evrópu­ríkjanna sjálfra til þess er lítið.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS