Miðvikudagurinn 14. apríl 2021

Miðvikudagurinn 8. janúar 2014

«
7. janúar

8. janúar 2014
»
9. janúar
Fréttir

Orkubyltingin í Bandaríkjunum: Rætt um að afnema bann við útflutningi á hráolíu - ekki lengur flutt inn neitt LNG-gas

Umræður eru hafnar í Bandaríkjunum um hvort leyfa eigi fyrirtækjum þar að selja hráolíu til annarra landa. Olíuframleiðsla þar úr sandsteini eykst jafnt og þétt. Meira er nú framleitt af olíu í Bandaríkjunum en gert hefur verið áratugum saman. Fylgismenn þess að útflutningsbannið verði afnumið segja að það muni enn ýta undir umsvif og stækkun olíu­félaga.

Þýski orkumála­ráðherrann: Framkvæmda­stjórn ESB ætlar að misnota samkeppnis­reglur til að hrekja orkufrekan iðnað frá Þýskalandi

Sigmar Gabriel, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna (SPD) og nýskipaður efnahags- og orkumála­ráðherra Þýskaland, gagnrýnir framkvæmda­stjórn ESB fyrir að misnota samkeppnis­reglur í því skyni að krefjast afnáms á sér­reglum um orkuverð til þýskra, orkufrekra fyrirtækja.

Réttur farandverkamanna: Tusk ætlar að stöðva Cameron

Donald Tusk, forsætis­ráðherra Póllands, sagði þriðjudaginn 7. janúar að hann mundi beita neitunarvaldi gegn hvers kyns tillögum um breytingar á sáttmálum ESB sem miðuðu að því að hindra aðgang farandverkafólks að félagslegri aðstoð. „Láti einhver, hvort sem það er Cameron forsætis­ráðherra eða annar...

Ítalía: Atvinnuleysi ungs fólks komið í 41,6%

Atvinnuleysi jókst enn á Ítalíu milli október og nóvember og fór úr 12,5% í 12,7%. Atvinnuleysi á meðal ungs fólks á aldrinum 15-24 ára jókst í 41,6%. Þetta þýðir að nú eru um 3,254 milljónir manna án atvinnu á Ítalíu. Frá þessu segir Ítalíuútgáfa The Local.

Euobserver: Vaxandi áhyggjur af verðhjöðnun á evru­svæðinu

Gert er ráð fyrir að verðbólga á evru­svæðinu hafi farið niður í 0,8% í desember en var 0,9% í nóvember.

Grikkland: NL sakar SYRIZA um tengsl við hryðjuverkaöfl

Nýi lýðræðis­flokkurinn í Grikklandi, flokkur Samaras, forsætis­ráðherra, sakar SYRIZA, bandalag vinstri manna um tengsl við hryðjuverkahreyfingar að því er fram kemur á gríska vefmiðlinum ekathimerini. SYRIZA svaraði og sagði að fáránleiki ríkis­stjórnar Samaras ætti sér engin takmörk.

Reuters: Atvinnuleysi óbreytt á evru­svæðinu

Nýjar tölur um atvinnuleysi, sem Reuters birti í morgun sýna, að atvinnuleysi á evru­svæðinu var óbreytt í nóvember sl. eða um 12,1% sem þýðir að 19,2 milljónir manna eru án atvinnu.

Berlín: Nýi flugvöllurinn ekki opnaður árið 2014

Nýi flugvöllurinn í Berlín sem á að koma í stað flugvallanna Schönefeld og Tegel verður ekki opnaður í ár.

Leiðarar

Sameiningarþróunin í Evrópu hefur orðið viðskila við fólkið

Grein sú sem Robertsson, lávarður, fyrrum framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins og áður varnarmála­ráðherra Breta í stjórnartíð Verkamanna­flokksins, skrifaði í Washington Post og sagt var frá hér á Evrópu­vaktinni í gær undirstrikar þá gjörbreyttu stöðu, sem uppi er í Evrópu.

Pistlar

2. grein: Ísland er herlaust land

Hér er í fimm greinum gerð grein fyrir samskiptum Íslands og ESB á sviði utanríkis­mála, þó einkum með tilliti til öryggis- og varnarmála.

Í pottinum

Snúin staða í kjaramálum opinberra starfsmanna

Staðan í kjaramálum opinberra starfsmanna er snúin. Þessa dagana standa yfir fundarhöld í ráðuneytum um hvernig þau eigi að ná fram 5% niðurskurði í útgjöldum. Á að segja upp fólki? Á að draga úr útgjöldum til ferðalaga? Á sama tíma setja opinberir starfsmenn fram kröfur um meiri launahækkanir en samið var um á almennum vinnu­markaði.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS