« 7. janúar |
■ 8. janúar 2014 |
» 9. janúar |
Umræður eru hafnar í Bandaríkjunum um hvort leyfa eigi fyrirtækjum þar að selja hráolíu til annarra landa. Olíuframleiðsla þar úr sandsteini eykst jafnt og þétt. Meira er nú framleitt af olíu í Bandaríkjunum en gert hefur verið áratugum saman. Fylgismenn þess að útflutningsbannið verði afnumið segja að það muni enn ýta undir umsvif og stækkun olíufélaga.
Sigmar Gabriel, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna (SPD) og nýskipaður efnahags- og orkumálaráðherra Þýskaland, gagnrýnir framkvæmdastjórn ESB fyrir að misnota samkeppnisreglur í því skyni að krefjast afnáms á sérreglum um orkuverð til þýskra, orkufrekra fyrirtækja.
Réttur farandverkamanna: Tusk ætlar að stöðva Cameron
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sagði þriðjudaginn 7. janúar að hann mundi beita neitunarvaldi gegn hvers kyns tillögum um breytingar á sáttmálum ESB sem miðuðu að því að hindra aðgang farandverkafólks að félagslegri aðstoð. „Láti einhver, hvort sem það er Cameron forsætisráðherra eða annar...
Ítalía: Atvinnuleysi ungs fólks komið í 41,6%
Atvinnuleysi jókst enn á Ítalíu milli október og nóvember og fór úr 12,5% í 12,7%. Atvinnuleysi á meðal ungs fólks á aldrinum 15-24 ára jókst í 41,6%. Þetta þýðir að nú eru um 3,254 milljónir manna án atvinnu á Ítalíu. Frá þessu segir Ítalíuútgáfa The Local.
Euobserver: Vaxandi áhyggjur af verðhjöðnun á evrusvæðinu
Gert er ráð fyrir að verðbólga á evrusvæðinu hafi farið niður í 0,8% í desember en var 0,9% í nóvember.
Grikkland: NL sakar SYRIZA um tengsl við hryðjuverkaöfl
Nýi lýðræðisflokkurinn í Grikklandi, flokkur Samaras, forsætisráðherra, sakar SYRIZA, bandalag vinstri manna um tengsl við hryðjuverkahreyfingar að því er fram kemur á gríska vefmiðlinum ekathimerini. SYRIZA svaraði og sagði að fáránleiki ríkisstjórnar Samaras ætti sér engin takmörk.
Reuters: Atvinnuleysi óbreytt á evrusvæðinu
Nýjar tölur um atvinnuleysi, sem Reuters birti í morgun sýna, að atvinnuleysi á evrusvæðinu var óbreytt í nóvember sl. eða um 12,1% sem þýðir að 19,2 milljónir manna eru án atvinnu.
Berlín: Nýi flugvöllurinn ekki opnaður árið 2014
Nýi flugvöllurinn í Berlín sem á að koma í stað flugvallanna Schönefeld og Tegel verður ekki opnaður í ár.
Sameiningarþróunin í Evrópu hefur orðið viðskila við fólkið
Grein sú sem Robertsson, lávarður, fyrrum framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og áður varnarmálaráðherra Breta í stjórnartíð Verkamannaflokksins, skrifaði í Washington Post og sagt var frá hér á Evrópuvaktinni í gær undirstrikar þá gjörbreyttu stöðu, sem uppi er í Evrópu.
2. grein: Ísland er herlaust land
Hér er í fimm greinum gerð grein fyrir samskiptum Íslands og ESB á sviði utanríkismála, þó einkum með tilliti til öryggis- og varnarmála.
Snúin staða í kjaramálum opinberra starfsmanna
Staðan í kjaramálum opinberra starfsmanna er snúin. Þessa dagana standa yfir fundarhöld í ráðuneytum um hvernig þau eigi að ná fram 5% niðurskurði í útgjöldum. Á að segja upp fólki? Á að draga úr útgjöldum til ferðalaga? Á sama tíma setja opinberir starfsmenn fram kröfur um meiri launahækkanir en samið var um á almennum vinnumarkaði.