« 13. janúar |
■ 14. janúar 2014 |
» 15. janúar |
Hollande sagði erfiðan tíma í einkalífi sínu - boðar lækkun ríkisútgjalda og skatta
François Hollande Frakklandsforseti sagði á blaðamannafundi þriðjudaginn 14. janúar að nú væri „erfiður tími“ í einkalífi sínu þegar hann var spurður um stöðu sambýliskonu sinnar Valérie Trierweiler og væntanlega ferð til Bandaríkjanna í febrúar. Hann sagði að „einkamál ættu heima á einkavelli“ það ...
Olli Rehn, efnhagsmálastjóri ESB, sat fyrir svörum í ESB-þinginu í Strassborg mánudaginn 13. janúar og varðist þungri gagnrýni á störf þríeykisins, ESB, Seðlabanka Evrópu (SE) og Alþjóðagjaldeyrisins (AGS), sem veitt hefur neyðarlán til evru-ríkja í vanda. Hann sagði að þríeykið hefði orðið að taka...
Cecilia Malmström: Mesta hættan fyrir ESB frá hægri öfgamönnum
Cecilia Malmström, sem sæti á í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir Svíþjóð segir að mesta hætta sem steðji að Evrópusambandinu um þessar mundir sé frá öfgaöflum til hægri og nefnir hún í því sambandi, Grikkland, Búlgaríu og Ungverjaland.
Noregur: Pussy Riot og Pútín til umræðu á kvikmyndahátíð í Bergen
Tveir meðlimir rússnesku kvennahljómsveitarinnar Pussy Riot munu heimsækja alþjóðlega kvikmyndahátíð í Bergen og tala þar um heimildarmynd, sem gerð hefur verið um baráttu þeirra og nefnist Pussy v. Pútín.
Höfnum blekkingariðju viðræðusinna
Nú er boðað að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um ESB-málið verði birt innan skamms tíma. Af fjölmiðlum má ráða að menn séu teknir til við að hita sig upp fyrir útkomu skýrslunnar.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í Kastljósi mánudaginn 13. janúar að Evrópusambandið notaði meira fé til auglýsinga á ári en Coca Cola. Hinn 1. október 2013 birtist hér á síðunni: „Auglýsinga- og kynningaútgjöld ESB eru hærri en hjá Coca Cola, þau nema alls 2,4 milljörðum punda...
Hvers vegna eru svona miklar umræður um varnarmál í Finnlandi og Svíþjóð?
Það er athyglisvert hvað miklar umræður hafa staðið í Svþiþjóð og Finnlandi að undanförnu um varnarmál þessara ríkja og augljóst að skoðanir eru nokkuð skiptar. Finnar hafa áhyggjur af því að varnir Svíþjóðar séu ekki nægilega öflugar og hafa bersýnilega reitt sig að hluta til á hernaðarstyrk Svía vegna hugsanlegrar hættu úr austri.