Sunnudagurinn 14. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 15. janúar 2014

«
14. janúar

15. janúar 2014
»
16. janúar
Fréttir

Frakkland: Gleði meðal atvinnurekenda vegna nýrrar stefnu Frakklandsforseta - upp­nefndur François Blair af vinstrisinnum

Forystumenn í viðskiptalífi, fjármálamenn, Þjóðverjar og jafnvel svarnir andstæðingar François Hollandes á heimavelli í frönskum stjórnmálum fagna yfirlýsingum Frakklandsforseta á blaðamannafundi þriðjudaginn 14. janúar um að hann ætli að létta álögum af fyrirtækjum og skera niður ríkisútgjöld til a...

Fjármála­ráðherra Breta: Evrópu­sambandið verður að breytast eða Bretar fara - valið er skýrt milli umbóta eða hnignunar

Verði ekki gerðar breytingar á Evrópu­sambandinu kunna Bretar að neyðast til að segja sig úr því sagði George Osborne, fjármála­ráðherra Breta, á ráð­stefnu hugveitunnar Open Europe og hreyfingarinnar Fresh Start miðvikudaginn 15. janúar. Hann sagði að óhjákvæmilegt væri að gæta réttar ESB-ríkja án evr...

Erna Solberg ætlar ekki að mæla með EES-aðild við David Cameron - telur hana ekki falla að stórveldisviðhorfi Breta

Erna Solberg, forsætis­ráðherra Noregs, segist ekki ætla að mæla með því við David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands, að Bretar gangi úr Evrópu­sambandinu og gerist aðilar að evrópska efnahags­svæðinu þegar þau hittast á fundi í London miðvikudaginn 15. janúar. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að Stóra-...

Skotland: Hagvöxtur jókst um 0,7% á þriðja fjórðungi 2013

Hagvöxtur í Skotlandi jókst um 0,7% á þriðja fjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í The Scotsman í dag. Vöxturinn er í verklegum framkvæmdum, framleiðslu og þjónustu. Skozki fjármála­ráðherrann, John Swinney, segir að efnahagsleg endurreisn sé að ná sér á strik í Skotlandi.

Ungverjaland: Rússar lána Ungverjum 10 milljarða evra til endurnýjunar á kjarnorkuveri

Rússar ætla að lána Ungverjum 10 milljarða evra til þess að endurnýja eina kjarnorkuverið í Ungverjalandi. Financial Times segir að þetta sé enn ein vísbending um aðgerðir Rússa til þess að endurreisa áhrif sín í austurhluta Evrópu. Í síðasta mánuði var tilkynnt að Rússar mundu lána Úkraínu 15 milljarða evra auk þess að lækka gasverð til landsins.

Þýzkaland: Hagvöxtur síðasta árs veldur vonbrigðum

Nýjar tölur um hagvöxt í Þýzkalandi á síðasta ári valda vonbrigðum að sögn Financial Times. Þær benda til þess að hagvöxtur í stærsta efnahagskerfi Evrópu hafi einungis numið 0,4% á síðasta ári, sem blaðið segir að sýni áhrif samdráttar í öðrum ESB-ríkjum á efnahag Þjóðverja.

Alþjóða­bankinn: Minnkandi fjárstreymi frá seðlabönkum hefur alvarleg áhrif í þróunarlöndum

Alþjóða­bankinn hefur áhyggjur af því að minnkandi fjárstreymi frá seðlabönkum út á markaði í þróuðum ríkjum heims geti þýtt að fjárstreymi til þróunarlandanna geti minnkað um 80%, valdið miklu tjóni í sumum þeirra og efnahagskreppu í öðrum. Þetta kemur fram í rannsókn hag­fræðinga Alþjóða­bankans, sem Financial Times segir frá.

George Osborne: Evrópa á tveggja kosta völ-umbætur eða hnignun

George Osborne, fjármála­ráðherra Breta segir að Evrópu­sambandið verði að stöðva efnahagslega hnignun meginlandsins með því að styðja við bakið á fyrirtækjum og skera niður velferðarútgjöld, eigi Bretland að vera áfram aðili að því. Hann segir frammistöðu ESB í efnahagsmálum óviðunandi og það þurfi verulegar framfarir til að Bretar geti haldið áfram þátttöku.

Keppni um oddvita EPP-flokksins á ESB-þinginu harðnar

Michel Barnier, sem fer með málefni innri markaðarins í framkvæmda­stjórn ESB, hefur lýst framboði sínu til oddvitasætis á framboðslista mið-hægri­flokksins, EPP, til ESB-þingsins í maí. Ákvörðun um frambjóðanda EPP verður tekin í mars. Jean-Claude Juncker, fyrrverandi forsætis­ráðherra Lúxemborgar, hefur einnig áhuga á EPP-oddvitasætinu. EPP er stærsti þingfokkurinn á því ESB-þingi sem nú situr.

Leiðarar

Aðild að ESB þýðir langvarandi kjaraskerðingu

Í kjölfar hrunsins haustið 2008 vaknaði skammvinnur áhugi á að ganga í Evrópu­sambandið og taka upp evru. Frammi fyrir bankahruninu og afleiðingum þess trúðu sumir því að ESB og evran væri trygging fyrir betri tíð. Allt það sem síðan hefur gerzt á vettvangi Evrópu­sambandsins hefur gengið í þveröfuga átt. Evrukreppan skall á. Um 25 milljónir manna ganga um atvinnulausar í Evrópu.

Í pottinum

Ætlar prófessor Stefán að vara Frakka við frjáls­hyggjuhauknum Hollande?

François Hollande Frakklands­forseti hefur skipt um gír og hallað sér að frjáls­hyggjunni til að auka eigin vinsældir og bjarga Frakklandi frá hruni. Einn bloggari hefur sérhæft sig í að vara Íslendinga við frjáls­hyggjunni: Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands.

Um súkkulaðikleinur

Er það ekki rétt munað að þingmenn hafi haft áhyggjur af virðingu Alþingis? Var ekki töluvert um að nýir þingmenn lofuðu því að leggja sitt af mörkum til að endurreisa virðingu þingsins í augum þjóðar­innar? Telja þeir að umræður sem snúast um súkkulaðikleinur séu líklegar til þess? Það getur vel verið að þingmenn og ráðherrar komist í fréttir með orðum eða upphrópunum af þessu tagi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS