« 21. janúar |
■ 22. janúar 2014 |
» 23. janúar |
Átök harðna í Kíev - þrír fallnir í valinn
Viktor Janúkóvitsj, forseti Úkraínu, hitti forystumenn mótmælenda í Kíev miðvikudaginn 22. janúar. Vitalíj Klitsjkó, einn af forystumönnum mótmælenda, sagði eftir fundinn að ekki hefði náðst samkomulag á fundinum. „Við verðum að gera allt í okkar valdi til að koma í veg fyrir [að lögreglan ýti ok...
Fundir undir merkjum Word Economic Forum eru að hefjast í Davos í Sviss. Þangað koma stjórnmálamenn og fjársýslumenn og bera saman bækur sínar. Í tilefni af fundunum flutti sendiboði Frans páfa þátttakendum þann boðskap að þeir ættu að leggja sig fram um að draga úr ójöfnuði í heiminum. „Ég bið ykkur að tryggja að auðæfi þjóni mannkyni en stjórni því ekki,“ sagði í páfaboðskapnum.
Lávarðadeild breska þingsins fjallar nú um frumvarp til laga frá þingmönnum Íhaldsflokksins um að skylt verði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að ESB á árinu 2017. Í nefnd deildarinnar hafa verið lagðar fram 56 breytingatillögur við frumvarpið. Tilgangur flutningsmanna er að tefj...
Holland: Meirihluti þingmanna styður óskuldbindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Í hollenska blaðinu de Volkskrant er sagt frá því miðvikudaginn 22. janúar að daginn áður hafi meirihluti hollenskra þingmanna stutt hugmynd um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-málefni. Þetta kom fram í umræðum sem urðu á þingi vegna baráttu meðal almennings sem leiddi til þess að 63.000 man...
Danmörk er dýrasta landið innan Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá hagstofu Írlands. Næst í röðinni eru Finnland, Svíþjóð og Lúxemborg. Frá þessu segir euobserver.
Tromsö: Finnskt vinnuafl eftirsótt í Norður-Noregi
Það vantar fólk til starfa í Norður-Noregi en í Finnlandi er atvinnulaust fólk, sem kann vel til verka á norðlægum slóðum. Þetta hefur komið fram á ráðstefnunni um Norðurslóðir í Tromsö í Noregi að því er fram kemur á Barents Observer. Nú er unnið að því að auðvelda fólki frá Finnlandi að koma til Norður-Noregs og leita eftir vinnu.
Grikkland: Ný könnun sýnir SYRIZA með mest fylgi
Ný könnun sem birt var í Grikklandi í morgun staðfestir könnun, sem birt var fyrir nokkrum dögum og sýnir að SYRIZA, bandalag vinstri manna er stærsti flokkur landsins með 31,5% fylgi. Nýi lýðræðisflokkurinn, flokkur Samaras, forsætisráðherra er í öðru sæti með 28% fylgi og Gullin Dögun, nýnazistaflokkur er með 10% fylgi og þar með þriðji stærsti flokkurinn.
Hvers vegna ræða talsmenn aðildar aldrei þróun Evrópusambandsins
Það er athyglisvert að talsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu ræða nánast ekkert þá þróun, sem orðið hefur innan Evrópusambandsins frá því að aðildarumsókn Íslands var lögð fram og þau vandamál, sem upp hafa komið á leið þess sameiningarferils, sem þar hefur staðið yfir.
Reykjavík: Meirihlutastjórn BF/SF/Pírata?!
Könnun sem RÚV sagði frá í gærkvöldi um fylgi flokka í aðdraganda borgarstjórnarkosninga sýnir að allt getur gerzt í þeim kosningum. Könnunin gefur ekki tilefni til bjartsýni hjá þremur stærstu flokkunum, Sjálfstæðisflokki, Bjartri Framtíð og Samfylkingu. En hún gefur til kynna að meirihlutinn í borgarstjórn sé fallinn. Líkurnar á því að Björt Framtíð nái sér á strik eru ekki miklar.