« 23. janúar |
■ 24. janúar 2014 |
» 25. janúar |
Króatar framselja fyrrverandi yfirmann leyniþjónustunnar til Þýskalands
Josip Perkovic, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Króatíu, hefur verið framseldur til Þýskalands fyrir aðild á morði á Stjepan Djurekovic, júgóslavneskum andófsmanni, árið 1983. Hann var afhentur þýskum yfirvöldum föstudaginn 24. janúar og fluttur til München með flugvél frá Zagreb. Til harðra ...
François Hollande gengur á fund Frans páfa
François Hollande Frakklandsforseti gekk á fund Frans páfa í Vatíkaninu föstudaginn 24. janúar. Forsetinn og páfi hafa ekki hist áður. Þeir ræddu saman í 35 mínútur um stöðu alþjóðamála og félagsleg viðhorf. Fjölmargir kaþólskir Frakkar hafa látið í ljós óánægju með stefnu Hollandes og stjórnar sósí...
Úkraínuforseti kemur til móts við kröfur mótmælenda
Mótmælaaðgerðinar í Úkraínu gegn Viktor Janúkóvitsj forseta breiðast út um allt landið. Í vesturhluta landsins hafa mótmælendur lagt undir sig skrifstofur héraðsstjórna. Í austurhlutanum er hann hvattur til að grípa til gagnaðgerða.
Helle Thorning-Schmidt kemst hjá áminningu vegna ágreinings innan stjórnarandstöðunnar
Dönsku borgaraflokkarnir og Enhedslisten – Einingarlistinn, lengst til vinstri á danska þinginu – koma sér ekki saman um orðalag á áminningu á Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Dana, vegna Kirstjaníu-málsins sem hefur kostað dómsmálaráðherrann, yfirmann leyniþjónustunnar (PET) og háttsetta embættismenn í dómsmálaráðuneytinu embætti sín.
Hollenska ríkisstjórnin safnar stuðningi við hugmynd um að takmarka völd Brusselmanna
Hollenska ríkisstjórnin hleypti fimmtudaginn 23. janúar af stað baráttu meðal ríkisstjórna ESB-ríkjanna fyrir því að draga úr völdum og áhrifum framkvæmdastjórnar ESB. Ríkisstjórnin vill að leiðtogaráð ESB taki saman lista um það sem fellur undir framkvæmdastjórn ESB og það sem er ekki á hennar ve...
Noregur: Framfaraflokkurinn krefst afsökunarbeiðni frá Obama
Framfaraflokkurinn í Noregi hefur krafizt afsökunarbeiðni frá Obama, Bandaríkjaforseta vegna ummæla tilnefnds sendiherra Bandaríkjanna til Noregs þess efnis að Framfaraflokkurinn væri öfgaflokkur á jaðrinum, sem spúi út hatri. Talsmaður flokksins Jan Arild Ellingsen segir að þessi ummæli séu óviðunandi og að Obama eigi að biðja bæði flokkinn og Noreg afsökunar.
Rússland: Lebedev leystur úr haldi í morgun
Samstarfsmaður Khodorkovskís, rússneska milljarðamæringsins, sem fyrir skömmu var leystur úr haldi, Platon Lebedev, gekk frjáls maður úr fangelsi í Arkhangelsk í Norður-Rússlandi í morgun að sögn Barents Observer.
Grikkland: Laun þingkonu skert vegna þess að hún kallaði ráðherra dóna
Gríska þingið hefur veitt einum þingmanna Gullinnar Dögunar, Eleni Zaroulia, áminningu og leggur til að fjórðungi launa hennar verði haldið eftir vegna þess að hún notaði orð um dómsmálaráðherrann Haralamabos Athanassiou, sem þýða má sem dóna eða labbakút.
FT: Evrusvæðið fer vel af stað á nýju ári
Evrusvæðið hefur farið vel af stað efnahagslega á nýju ári segir Financial Times. Efnahagsstarfsemi hefur verið sú líflegasta í tvö og hálft ár. Blaðið segir tölur þessa efnis draga úr þrýstingi á Seðlabanka Evrópu vegna þess að veikara efnahagslíf hefði ýtt undir áhyggjur af verðhjöðnun. Mestur kraftur er í Þýzkalandi sem dregur vagninn. Hins vegar er Frakkland enn á niðurleið en hægar en áður.
Nýtt tækifæri til að endurnýja tengslin við Bandaríkin
Það hafa lítil samskipti verið við Bandaríkin seinni árin og þeir sem bezt til þekkja hafa sagt í tveggja manna tali að sambandsleysi stjórnvalda við Washington hafi verið nánast algjört. Hins vegar fer ekki á milli mála að fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hefur unnið hér gott starf.
Barnalegur og úreltur málflutningur Samfylkingar
Það er barnalegt af talsmönnum Samfylkingar að halda því fram, að afstaða launþega til kjarasamninganna sé núverandi ríkisstjórn að kenna. Þetta er málflutningur af því tagi, sem ætla hefði mátt að tilheyrði liðinni tíð og að nýjar kynslóðir í stjórnmálum legðu nokkra áherzlu á að fjalla um vandamál líðandi stundar með málefnalegri hætti.