Sunnudagurinn 14. ágúst 2022

Mánudagurinn 27. janúar 2014

«
26. janúar

27. janúar 2014
»
28. janúar
Fréttir

Evru-ráðamenn: Uppnámið í nýmarkaðslöndum smitar ekki frá sér í ESB

Mikið uppnám er á mörkuðum nýmarkaðslandanna Argentínu og Tyrklands. Gengi argentíska pesósis féll um 14% á tveimur dögum í síðustu viku.

Míla vinnur mál fyrir EFTA-dómstólnum: ESA ber að rannsaka samningi Varnarmála­stofnunar og Vodafone

EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg kvað mánudaginn 27. janúar upp dóm þar sem tekið er undir kröfu Mílu um að Eftirlit­stofnun EFTA (ESA) skuli hefja formlega rannsókn á hvort í samningi Varnarmála­stofnunar og Vodafone frá 1. febúar 2010 um afnot af ljósleiðara felist leiguverð undir markaðsverði og þar me...

Írland: Bændur hóta að setja eld að landi verði styrkir ESB skornir niður

Hópur bænda á Írlandi hótar að setja eld að landi sínu verði styrkir Evrópu­sambandsins vegna lands, sem haldið er ónýttu m.a. fyrir dýr sem ganga um frjáls, skornir niður. Landbúnaðar­ráðuneyti Írlands segir að 25 þúsund bændur á Írlandi fái styrki, sem þeir eigi ekki rétt á. Frá þessu segir euobserv...

Hluta­bréf lækkuðu víða um heim í nótt og í morgun

Hlutabréfa­markaðir hafa fallið víða um heim í nótt og í morgun. Meginástæðan er að sögn Daily Telegraph sú staða sem upp er komin í þróunarríkjum í kjöklfar falls argentíska gjaldmiðilsins og áhrif minnkandi kaupa Seðlabanka Bandaríkjanna á markaði.

Noregur: Bandaríska sendiráðið hafði samband við stjórnvöld og Framfara­flokkinn vegna ummæla sendiherraefnis

Bandaríska sendiráðið í Osló hafði sl. föstudag samband við stjórnvöld og forráðamenn Framfara­flokksins vegna ummæla nýs til­nefnds sendiherra Bandaríkjanna til Noregs á fundi þing­nefndar fyrir skömmu. Sendiherraefnið lýsti Noregi, sem lýðveldi með forseta og taldi annan stjórnar­flokkinn, Framfara­flokkinn, spúa hatri frá sér.

Leiðarar

Skiptar skoðanir innan ESB um stöðu evrunnar og evru­svæðisins

Forystumenn í alþjóðlegum efnahagsmálum greinir á um það hvar evran og evru­svæðið eru á vegi stödd. Draghi, aðalbanka­stjóri Seðlabanka Evrópu er bjartsýnn en viðurkennir að ástandið sé brothætt. Christine Lagarde, for­stjóri Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins varar ítrekað við því að verðhjöðnun geti verið framundan á evru­svæðinu.

Í pottinum

Blað fyrir borgarbúa en ekki bara vinstri-græna - hvað varð um Betri Reykjavík?

Hér hefur verið sagt frá breytingum á vikublaðinu Reykjavík eftir að Ingimar Karl Helgason tók við rit­stjórn þess. Hann telur að sú frásögn vegi að stöðu sinni sem rit­stjóra blaðsins; frásögnin hafi verið persónuleg árás á sig á fimm ára afmælisdegi dóttur sinnar; „gamall valdakall“ hafi sent sér kalda kveðju í tilefni dagsins.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS