« 26. janúar |
■ 27. janúar 2014 |
» 28. janúar |
Evru-ráðamenn: Uppnámið í nýmarkaðslöndum smitar ekki frá sér í ESB
Mikið uppnám er á mörkuðum nýmarkaðslandanna Argentínu og Tyrklands. Gengi argentíska pesósis féll um 14% á tveimur dögum í síðustu viku.
Míla vinnur mál fyrir EFTA-dómstólnum: ESA ber að rannsaka samningi Varnarmálastofnunar og Vodafone
EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg kvað mánudaginn 27. janúar upp dóm þar sem tekið er undir kröfu Mílu um að Eftirlitstofnun EFTA (ESA) skuli hefja formlega rannsókn á hvort í samningi Varnarmálastofnunar og Vodafone frá 1. febúar 2010 um afnot af ljósleiðara felist leiguverð undir markaðsverði og þar me...
Írland: Bændur hóta að setja eld að landi verði styrkir ESB skornir niður
Hópur bænda á Írlandi hótar að setja eld að landi sínu verði styrkir Evrópusambandsins vegna lands, sem haldið er ónýttu m.a. fyrir dýr sem ganga um frjáls, skornir niður. Landbúnaðarráðuneyti Írlands segir að 25 þúsund bændur á Írlandi fái styrki, sem þeir eigi ekki rétt á. Frá þessu segir euobserv...
Hlutabréf lækkuðu víða um heim í nótt og í morgun
Hlutabréfamarkaðir hafa fallið víða um heim í nótt og í morgun. Meginástæðan er að sögn Daily Telegraph sú staða sem upp er komin í þróunarríkjum í kjöklfar falls argentíska gjaldmiðilsins og áhrif minnkandi kaupa Seðlabanka Bandaríkjanna á markaði.
Bandaríska sendiráðið í Osló hafði sl. föstudag samband við stjórnvöld og forráðamenn Framfaraflokksins vegna ummæla nýs tilnefnds sendiherra Bandaríkjanna til Noregs á fundi þingnefndar fyrir skömmu. Sendiherraefnið lýsti Noregi, sem lýðveldi með forseta og taldi annan stjórnarflokkinn, Framfaraflokkinn, spúa hatri frá sér.
Skiptar skoðanir innan ESB um stöðu evrunnar og evrusvæðisins
Forystumenn í alþjóðlegum efnahagsmálum greinir á um það hvar evran og evrusvæðið eru á vegi stödd. Draghi, aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu er bjartsýnn en viðurkennir að ástandið sé brothætt. Christine Lagarde, forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins varar ítrekað við því að verðhjöðnun geti verið framundan á evrusvæðinu.
Blað fyrir borgarbúa en ekki bara vinstri-græna - hvað varð um Betri Reykjavík?
Hér hefur verið sagt frá breytingum á vikublaðinu Reykjavík eftir að Ingimar Karl Helgason tók við ritstjórn þess. Hann telur að sú frásögn vegi að stöðu sinni sem ritstjóra blaðsins; frásögnin hafi verið persónuleg árás á sig á fimm ára afmælisdegi dóttur sinnar; „gamall valdakall“ hafi sent sér kalda kveðju í tilefni dagsins.