« 28. janúar |
■ 29. janúar 2014 |
» 30. janúar |
Sviss: Mikilvæg þjóðaratkvæðagreiðsla um innflytjendamál - stefnir í átök við ESB
Svisslendingar greiða sunnudaginn 9. febrúar atkvæði um tillögu sem miðar að því af hálfu flutningsmanna að taka að nýju upp innflytjenda-kvóta gagnvart innflytjendum frá ESB-ríkjum. Könnun sem birt var miðvikudaginn 29. janúar sýnir að stuðningur við tillöguna vex meðal kjósenda. Verði hún samþykkt...
Mikil vaxtahækkun í Tyrklandi - skapar ekki ró á mörkuðum
Seðlabanki Tyrklands tilkynnti aðfaranótt miðvikudags 29. janúar að vextir mundu hækka um 425 punkta. Til þessara róttæku ráðstafana var gripið vegna þess að tyrkneska líran hafði lækkað um 9% gagnvart Bandaríkjadollar. Eftir að vaxtahækkunin var kynnt hækkaði gengið á lírunni um 4% gagnvart doll...
Róma-stúlku synjað um hæli í Frakklandi
Franskur dómstóll hefur hafnað ósk fjölskyldu róma-skólastúlku um dvalarleyfi í Frakklandi. Það vakti mikla reiði og mótmæli þegar stúlkunni og fjölskyldu hennar var vísað frá Frakklandi á síðasta ári.
Danmörk: Fær að láta reyna á kaldastríðságreining í hæstarétti
Danski blaðamaðurinn Jørgen Dragsdahl hefur fengið leyfi til að áfrýja meiðyrðamáli á hendur Bent Jensen til Hæstaréttar Danmerkur. Á síðasta ári sýknaði Eystri landsréttur í Danmörku Bent Jensen, prófessor emeritus, í máli sem Jørgen Dragsdahl höfðaði gegn honum fyrir að hafa kallað sig útsendara KGB á tíma kalda stríðsins.
ESB: Schauble setur fram hugmynd um sérstakt þing evruríkjanna
Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands hefur sett fram hugmyndir um sérstakt þing fyrir evruríkin. Hann lýsti slíku þingi sem þætti í þróun evrunnar á fundi með fulltrúum mið- og hægri flokka í Brussel í fyrradag. Schauble benti á að oft reyni evruríkin að komast fram hjá stofnunum Evrópusambandsins, sem fari fyrir brjóstið á Evrópuþinginu.
Finnland: Herinn vil meira fé til endurnýjunar á herskipum
Finnski herinn telur sig þurfa meiri peninga eigi hann að geta sinnt þeirri skyldu að verja landið allt. Sérstaklega telur herinn sig þurfa fleiri herskip af nýrri tegund. Herinn telur sig þurfa 550 milljónir evra á ári í ný tæki fram til ársins 2020 en framlög til hans vegna slíkrar endurnýjunar nema nú um 450 milljónum evra. Nú stendur yfir endurnýjun á herþotum finnska flughersins.
Rússland: 34 þúsund útlendingum vísað úr landi 2013
Rússar vísuðu 34 þúsund útlendingum úr landi á síðasta ári að því er fram kemur á rússneska vefmiðlinum Moscow News. Fjöldi brottrekinna hefur tvöfaldast á milli ára. Yfirleitt er útlendingum vísað úr landi í Rússlandi fyrir brot á öðrum lögum en um innflytjendur,
Grikkland: Samaras ræddi lækkun á gasverði við Pútín
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, átti fund með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í Brussel í gær.
Kalt stríð milli Rússlands og ESB?
Oftar og oftar skýtur þeirri hugsun upp í umræðum um málefni Evrópuríkja að nýtt kalt stríð geti verið í aðsigi á milli Rússlands og aðildarríkja Evrópusambandsins. Nú síðast eftir eins konar toppfund á milli Evrópusambandsins og Rússlands í Brussel í gær, sem þótti ekki mikils virði, ef marka má þýzku fréttastofuna Deutsche-Welle.