Fimmtudagurinn 11. ágúst 2022

Fimmtudagurinn 13. febrúar 2014

«
12. febrúar

13. febrúar 2014
»
14. febrúar
Fréttir

Forseti ESB-þingsins veldur uppnámí Knesset - sakaður um rangfærslur í þágu Palestínumanna

Benjamin Netanyahu, forsætis­ráðherra Ísraels, hefur brugðist við ræðu sem Martin Schulz, forseti ESB-þingsins, flutti í Knesset, þingi Ísraels, miðvikudaginn 12. febrúar. Undir ræðunni kusu fjórir þingmenn að sýna vandlætingu sína með því að yfirgefa þingsalinn. Sætir Schulz einkum gagnrýni fyrir um...

Ítalía: Letta knúinn til afsagnar, Renzi næsti forsætis­ráðherra

Enrico Letta, forsætis­ráðherra Ítalíu, sagði fimmtudaginn 13. febrúar að hann mundi biðjast lausnar föstudaginn 14. febrúar eftir að flokkur hans, Lýðræðis­flokkurinn (mið-vinstri), hvatti hann til afsagnar til að mynda mætti nýja ríkis­stjórn. Talið er að Matteo Renzi, formaður Lýðræðis­flokksins og b...

OECD viðurkennir mistök við efnahagsspár vegna evru-kreppunnar

Efnahags- og framfara­stofnunin í París (OECD) segir að þau mistök starfsmanna sinna að sjá ekki fyrir hina alvarlegu bankakreppu í Evrópu feli í sér mestu villu við efnahagsspár síðan í olíukreppunni á áttunda áratugnum.

Carl Bildt ánægður með umsvif orrustuvéla í Keflavíkurstöðinni - segir mjög langt síðan svo margar vígvélar hafi verið á Íslandi

Norrænir utanríkis- og varnarmála­ráðherra komu til fundar á Keflavíkurflugvelli miðvikudaginn 12. febrúar og kynntu sér meðal annars æfingarnar sem nú fara fram undir merkjum NATO á Keflavíkurflugvelli með þátttöku orrustuþotna frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Á bloggsíðu sinni segir Carl Bildt, ut...

Ítalía: Enrico Letta skorar á Renzi að gera grein fyrir áformum sínum

Enrico Letta, forsætis­ráðherra Ítalíu, segist ekki ætla að segja af sér. Maður segir ekki af sér vegna sögusagna sagði Letta og hvatti til þess að Matteo Renzi gerði grein fyrir áformum sínum opinberlega og forðast hallarbyltingar. Allir verða að koma fram og tjá sig, ekki sízt þeir sem vilja taka að sér mitt embætti, sagði Letta.

Noregur: Ágreiningur í Framfara­flokknum um þjóðar­atkvæði

Ágreiningur er kominn upp í Framfara­flokknum í Noregi í framhaldi af ummælum eins talsmanna flokksins, sem hvatti til þjóðar­atkvæða­greiðslu í Noregi um innflytjendur að fordæmi Svisslendinga. Anders Anundsen, dómsmála­ráðherra, hafnaði þessari hugmynd.

Finnland: Aðhaldsaðgerðum frestað að verulegu leyti af ótta við verðhjöðnun

Háttsettir embættismenn í finnska fjármála­ráðuneytinu leggja til að fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum í Finnlandi verði frestað til að koma í veg fyrir verðhjöðnunaráhrif slíkra aðgerða. Frá þessu segir Yle-fréttastofan finnska. Ætlunin var að koma í framkvæmd nú slíkum aðgerðum, sem næmu 3 milljörðum evra en embættismennirnir leggja til að einungis þriðjungur þeirrar upphæðar komi til nú.

Rússland: Pútín fundar um daprar efnahagshorfur

Efnahagshorfur í Rússlandi eru ekki bjartar að því er fram kemur í Moscow Times. Vladimir Pútín, forsetti landsins hélt í gær fund með helztu ráðherrum. Hann hóf fundinn með því að óska eftir skýrslu frá ráðherra efnahagsmála um leiðir til þess að auka hagvöxt en hann var 1,6% á síðasta ári. Pútín hefur haldið slíka fundi á tveggja vikna fresti frá því um miðjan janúar.

Leiðarar

Sigur Sjálfstæðis­flokksins í ESB-málinu

Þegar augljóst er að ESB-aðildarmálstaðurinn hefur beðið skipbrot og spurningin í ESB-málinu snýst um hvenær alþingi afturkallar umsóknina frá 16. júlí 2009 hafa ESB-aðildarsinnar tekið til við að halda úti vefsíðu, Evrópu­blogg. Hvers vegna tóku þeir ekki þátt í málefnalegum umræðum á meðan umsókn...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS