« 13. febrúar |
■ 14. febrúar 2014 |
» 15. febrúar |
Utanríkisráðherra Rússa sakar ESB um að vilja stækka áhrifasvæði sitt með ítökum í Úkraínu
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, gagnrýndi föstudaginn 14. febrúar hlut ESB í stjórnarkreppunni í Úkraínu. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi hans og Frank-Walters Steinmeiers, utanríkisráðherra Þýskalands, sem var í opinberri heimsókn í Moskvu. Lavrov sakaði ESB um að ætla að fær...
Alex Salmond, leiðtogi skozkra þjóðernissinna segir að hafni Bretar því að sjálfstætt Skotland noti sterlingspundið sem gjaldmiðil muni Skotar neita að greiða sinn hlut í þjóðarskuldum Breta. Salmond segir að samræmdar aðgerðir flokkanna þriggja, Íhaldsflokksins, Verkamannaflokksins og Frjálslynda flokksins séu tilraun til þess að beita Skota ofbeldi og hótunum.
Bretland: Ukip ýtti Íhaldsflokknum til hliðar
Í aukakosningu, sem fram fór í Wythenshawe-kjördæmi í Bretlandi gerðist það að frambjóðandi Ukip (UK Independent Party) varð í öðru sæti en frambjóðandi Íhaldsflokksins í því þriðja. Um var að ræða kjördæmi, sem Verkamannaflokkurinn hélt.
Dráttur á að draga aðildarumsóknina til baka er óviðunandi
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók formlega við völdum hinn 23.maí á síðasta ári. Þá lýsti hún því yfir að hún mundi láta gera skýrslu um stöðu viðræðna við Evrópusambandið og um þróun þess. Þá skýrslu átti að leggja fyrir Alþingi sl. haust. Nú er kominn 14. febrúar 2014 og þessi skýrs...
Við hverja á að tala í Evrópu?
Sagt er að Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafi einu sinni sagt: Í hvern á ég að hringja ef ég vil tala við Evrópu? Þessi spurning verður stöðugt áleitnari og ekki bara fyrir ráðamenn í Bandaríkjunum. Það verður stöðugt ljósara að þeir embættismenn í Brussel, sem íslenzkir ráðamenn hafa verið að tala við síðustu ár eru að verða umboðslausir menn.