Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Sunnudagurinn 16. febrúar 2014

«
15. febrúar

16. febrúar 2014
»
17. febrúar
Fréttir

Sviss: Mikill meirihluti vill áfram tvíhliða samskipti við ESB

Mikill meirihluti Svisslendinga vill halda í tvíhliða samninga við Evrópu­sambandið þótt samþykkt haf verið fyrir viku að afnema frjálsa för inn á svissneskan vinnu­markað frá ESB-ríkjum.

Barroso segir „mjög erfitt ef ekki ómögulegt“ fyrir sjálfstætt Skotland að fá aðild að ESB - reiðileg viðbrögð frá Edinborg

José-Manuel Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar ESB, sagði í viðtali við BBC sunnudaginn 16. febrúar að það yrði „mjög erfitt ef ekki ómögulegt“ fyrir sjálfstætt Skotland að ganga í Evrópu­sambandið. Skoskir þjóðernissinnar sem fara með heima­stjórn í Skotlandi gagnrýndu ummæli Barrosos. Meri hiti fær...

Mótmælendur yfirgefa ráðhúsið í Kíev

Stjórnar­andstæðingar í Úkraínu sem hafa lagt undir sig ráðhúsið í Kíev í tvo mánuði yfirgáfu það sunnudaginn 16. febrúar. Þeir stigu þetta skref eftir að yfirvöld höfðu sleppt 234 einstaklingum sem höfðu verið handteknir vegna mótmælaaðgerða undanfarið. Ráðhúsið í miðborg Úkraínu varð að höfuðbækist...

Spánn: Verðbólga ekki minni í hálfa öld

Verðbólga á Spáni er nú sú minnsta í 50 ár að því er fram kemur á vef spænska dagblaðsins El País. Blaðið segir að ástæðan sé veikburða eftirspurn innanlands vegna atvinnuleysis og lækkandi launa.

Austurríki: Frelsis­flokkurinn sækir á

Austurríski Frelsis­flokkurinn sem einu sinn var kenndur við Jörg Haider hefur verið að sækja í sig veðrið og fengið byr í seglin eftir þjóðar­atkvæða­greiðsluna í Sviss um takmörkun á fjölda innflytjenda. Claudia Grabner, rit­stjóri dagblaðsins Kamtner Tageszeitung segir að það sé ekki bara vegna málefna innflytjenda. Flokkurinn hafi lengi bent á Sviss sem fyrirmynd.

Angela Merkel vill evrópskt samskiptakerfi

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, vill byggja upp evrópskt samskiptakerfi í því skyni að tryggja öryggi gagna og koma í veg fyrir að tölvupóstar og önnur gögn fari um Bandaríkin. Hún mun ræða þetta mál við Francois Hollande, forseta Frakklands á miðvikudag.

Grikkland: Afgangur á fjárlögum þrefallt meiri en áætlað var

Antonis Samaras, forsætis­ráðherra Grikklands, segir að afgangur á fjárlögum Grikklands 2013 verði meiri en búist hafi verið við sem geri ríkis­stjórn landsins kleift að verja meiru fé til að rétta hlut almennings, Afgangur af fjárlögum fyrir vexti og einstaka óreglulegar greiðslur á árinu 2013 nemur um 1,5 milljarði evra, sem er mun meira en lánveitendur Grikkja áttu von á.

Í pottinum

Er ESB sniðið að hagsmunum stórbanka og fyrirtækja?

Kona heitir Sahra Wagenknecht. Hún er varaformaður Vinstri flokksins í Þýzkalandi (Die Linke), sem á rætur í Kommúnista­flokki Austur-Þýzkalands. Hún segir í viðtali við þýzku fréttastofuna Deutsche-Welle: "Grundvallar­vandinn er sá að sáttmálar ESB og sameiningarferli Evrópu­sambandsins, eins og við höfum upplifað þessa þætti hafa verið sniðnir að hagsmunum stórbanka og stórfyrirtækja.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS