« 15. febrúar |
■ 16. febrúar 2014 |
» 17. febrúar |
Sviss: Mikill meirihluti vill áfram tvíhliða samskipti við ESB
Mikill meirihluti Svisslendinga vill halda í tvíhliða samninga við Evrópusambandið þótt samþykkt haf verið fyrir viku að afnema frjálsa för inn á svissneskan vinnumarkað frá ESB-ríkjum.
José-Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í viðtali við BBC sunnudaginn 16. febrúar að það yrði „mjög erfitt ef ekki ómögulegt“ fyrir sjálfstætt Skotland að ganga í Evrópusambandið. Skoskir þjóðernissinnar sem fara með heimastjórn í Skotlandi gagnrýndu ummæli Barrosos. Meri hiti fær...
Mótmælendur yfirgefa ráðhúsið í Kíev
Stjórnarandstæðingar í Úkraínu sem hafa lagt undir sig ráðhúsið í Kíev í tvo mánuði yfirgáfu það sunnudaginn 16. febrúar. Þeir stigu þetta skref eftir að yfirvöld höfðu sleppt 234 einstaklingum sem höfðu verið handteknir vegna mótmælaaðgerða undanfarið. Ráðhúsið í miðborg Úkraínu varð að höfuðbækist...
Spánn: Verðbólga ekki minni í hálfa öld
Verðbólga á Spáni er nú sú minnsta í 50 ár að því er fram kemur á vef spænska dagblaðsins El País. Blaðið segir að ástæðan sé veikburða eftirspurn innanlands vegna atvinnuleysis og lækkandi launa.
Austurríki: Frelsisflokkurinn sækir á
Austurríski Frelsisflokkurinn sem einu sinn var kenndur við Jörg Haider hefur verið að sækja í sig veðrið og fengið byr í seglin eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Sviss um takmörkun á fjölda innflytjenda. Claudia Grabner, ritstjóri dagblaðsins Kamtner Tageszeitung segir að það sé ekki bara vegna málefna innflytjenda. Flokkurinn hafi lengi bent á Sviss sem fyrirmynd.
Angela Merkel vill evrópskt samskiptakerfi
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, vill byggja upp evrópskt samskiptakerfi í því skyni að tryggja öryggi gagna og koma í veg fyrir að tölvupóstar og önnur gögn fari um Bandaríkin. Hún mun ræða þetta mál við Francois Hollande, forseta Frakklands á miðvikudag.
Grikkland: Afgangur á fjárlögum þrefallt meiri en áætlað var
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, segir að afgangur á fjárlögum Grikklands 2013 verði meiri en búist hafi verið við sem geri ríkisstjórn landsins kleift að verja meiru fé til að rétta hlut almennings, Afgangur af fjárlögum fyrir vexti og einstaka óreglulegar greiðslur á árinu 2013 nemur um 1,5 milljarði evra, sem er mun meira en lánveitendur Grikkja áttu von á.
Er ESB sniðið að hagsmunum stórbanka og fyrirtækja?
Kona heitir Sahra Wagenknecht. Hún er varaformaður Vinstri flokksins í Þýzkalandi (Die Linke), sem á rætur í Kommúnistaflokki Austur-Þýzkalands. Hún segir í viðtali við þýzku fréttastofuna Deutsche-Welle: "Grundvallarvandinn er sá að sáttmálar ESB og sameiningarferli Evrópusambandsins, eins og við höfum upplifað þessa þætti hafa verið sniðnir að hagsmunum stórbanka og stórfyrirtækja.