Mánudagurinn 15. ágúst 2022

Mánudagurinn 24. febrúar 2014

«
23. febrúar

24. febrúar 2014
»
25. febrúar
Fréttir

Samtök atvinnulífsins þverklofin í ESB-málinu

Samtök atvinnulífsins eru þverklofin í afstöðu sinni til stöðunnar í ESB-málum um þessar mundir. 38,1% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins vilja slíta aðildarviðræðum við Evrópu­sambandið en 55,8% eru því andvíg. 6,1% tóku ekki afstöðu. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem SA gerði á meðal aðildarfyrirtækja.

Læknaritið The Lancet: Evru-kreppan hefur leitt til „hamfara“ í grískum heilbrigðismálum - malaría aftur komin til landsins

Tæp ein milljón Grikkja er án sjúkratrygginga, útlægir sjúkdómar láta að sér kveða að nýju og æ fleiri stytta sér aldur.

Úkraína: Skipun um að handtaka Janúkóvitsj - Rússar reiðir - ESB ætlar að bjarga frá gjaldþroti

Bráðabirgða­stjórn situr við völd í Úkraínu eftir að þing landsins setti Viktor Janúkóvitsj forseta af laugardaginn 22. febrúar. Áður hafði forsetinn yfirgefið Kænugarð, og haldið til austurhluta landsins. Mánudaginn 24. febrúar tilkynnti Arsen Ajakov, starfandi innanríkis­ráðherra, að gefin hefði ver...

Noregur: Leyniþjónustan telur vaxandi hættu á hryðjuverkum

Norska leyniþjónustan telur að vaxandi hætta sé á hryðjuverkum í Noregi. Ástæðan er sú, að herskáir islamistar, sem eru fæddir og uppaldir í Noregi snúi heim eftir þátttöku í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Í nýrri skýrslu leyniþjónustunnar, sem birt var í morgun kemur fram að milli 40 og 50 norskir ríkisborgarar hafi tekið þátt í stríðinu í Sýrlandi síðustu tvö ár.

FT: Evrópsk fyrirtæki koma „haltrandi“ út úr samdrættinum

Evrópsk fyrirtæki koma „haltrandi“ út úr samdrættinum, segir Financial Times. Uppsveiflan er hægari en hún hefur verið eftir samdráttarskeið í síðustu 30-40 ár. Þetta sýna tölur um hagnað fyrirtækja á síðasta ári, sem nú eru að birtast.

Guardian: 11 milljónir íbúða í Evrópu tómar-heimilislausir 4,1 milljón

Yfir 11 milljónir íbúða standa tómar í Evrópu á sama tíma og milljónir leita að húsaskjóli að sögn brezka blaðsins Guardian. Í Bretlandi einu eru um 700 þúsund íbúðir tómar. Á Spáni eru 3,4 milljónir íbúða tómar, Í Frakklandi og á Ítalíu um 2 milljónir í hvoru landi um sig, 1,8 milljónir í Þýzkalandi. Á Írlandi, Grikklandi og í Portúgal er líka mikill fjöldi íbúða tómur.

Leiðarar

Eru aðildarsinnar til viðræðu um efni málsins?

Stuðningsmenn aðildar að Evrópu­sambandinu vöknuðu til lífsins um helgina eins og við mátti búast með undirskriftasöfnun á netinu og boðun til mótmælafundar á Austurvelli vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar­flokkanna að draga umsóknina um aðild að Evrópu­sambandinu til baka.

Í pottinum

Róbert Marshall hrekkur í gamla gírinn - tilgangurinn helgar meðalið

Róbert Marshall, þin­flokksformaður Bjartrar framtíðar, segir á mbl.is mánudaginn 24. febrúar um tillöguna um að afturkalla ESB-aðildarumsóknina: „Þarna er verið að ræða um tillögu um að setja eitt af stóru umfjöllunarefnum pólitískrar samtímasögu í salt með meirihluta­valdi. Það er sambærilegt...

Spurningin sem Katrín Jakobs­dóttir vill ekki svara

Katrín Jakobs­dóttir, formaður VG var skemmtileg að venju í sunnudagsþætti Gísla Marteins og fundvís á veika bletti í málflutningi stjórnar­flokkanna - en hún reyndist ófáanleg til að upplýsa eitt grundvallar­atriði. Hvernig ætla þingmenn Vinstri grænna að greiða atkvæði um þingsályktunartillögu stjórnar­flokkanna um að draga umsóknina um aðild Íslands að ESB til baka?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS