Fimmtudagurinn 11. ágúst 2022

Föstudagurinn 28. febrúar 2014

«
27. febrúar

28. febrúar 2014
»
1. mars
Fréttir

Unnið að því að banna úthafsveiðar í Norður-Íshafi

Embættismenn frá strandríkjunum fimm við Norður-Íshaf hittust í Nuuk, höfuðborg Grænlands, mánudag til miðvikudags og ræddu um stjórn fiskveiða. Samstaða er um það í hópi ríkjanna að banna beri stjórnlausar úthafsveiðar í Norður-Íshafi. „Úthafið í Norður-Íshafi er mikilvægt einnig til verndar grænlenskum fisk­stofnum.

Danmörk: 47% vilja norrænt sambandsríki, aðeins 28% vilja vera áfram í ESB

Ný könnun í Danmörku sýnir að 47% Dana kjósa frekar að ganga á í norrænt sambandsríki en vera aðilar að ESB. Val Dana sem tóku þátt í könnuninni stóð á milli sambandsríki Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar sem sameiginlega stefnu í umhverfismálum, dómsmálum og utanríkis­málum auk viðs...

The Economist: Besti flokkurinn til marks um brotalöm í lýðræðinu sem á samleið með lýðræðislegri ringulreið

Í nýjasta hefti vikublaðsins The Economist, 1. mars 2014, er sex blaðsíðna ritgerð um vandann sem steðjar að lýðræði og leiðir til að blása nýju lífi í það. Þar segir meðal annars: „Skilin á milli þess að gera að gamni sínu og hefja mótmælabaráttu eru á hröðu undanhaldi. Árið 2010 kom Besti fl...

Mikil mengun í Kólaflóa

Mengun í Kólaflóa (út frá Kólaskaga) er mikil vegna olíuleka, málmmengunar og annars konar mengunar frá skipum, sem hafa sokkið eða verið sökkt meðfram ströndinni við Múrmansk að því er fram kemur í Barents Observer. Flóinn er 57 km langur og 200-300 metra djúpur.

Skýrsla Hagfræði­stofnunar: Stofnanir ESB hafa vald til að setja afleidda löggjöf í fiskimálum í mjög víðtækum mæli

Í skýrslu Hagfræði­stofnunar HÍ um stöðu viðræðna við ESB og þróun sambandsins segir að megin­reglan sé að „fiskveiðiskip sambandsins skulu hafa jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum í sambandinu.“ Þar segir einnig að „stofnanir Evrópu­sambandsins hafa vald til þess að setja afleidda löggjöf í fiskimálum sambandsins í mjög víðtækum mæli.“

Leiðarar

Hvernig dettur þeim þetta í hug?

Þótt umræður á Alþingi síðustu daga hafi verið ömurlegar og að sumu leyti sorglegar vegna þess að þingið hefur sokkið svo djúpt í lágkúru hefur þó ýmislegt athyglisvert komið fram og þá ekki sízt þetta: Skýrsla Hagfræði­stofnunar Háskóla Íslands sýnir að forystumenn og talsmenn fyrrverandi ríkiss...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS