Forsætisráðherra tekur undir þá skoðun pófessors frá Kanada að Íslandi hafi verið haldið frá umræðum um stjórn fiskveiða í Norður-Íshafi vegna ESB-aðildarumsóknarinnar.
Þriðja hver kona innan Evrópusambandsins hefur orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi segir í skýrslu sem birt var miðvikudaginn 5. mars. Aldrei fyrr hefur verið gerð svo viðamikil rannsókn á framkomu gagnvart konum hvorki innan ESB né annars staðar í heiminum. Ástandið er verst í Danmörku ...
Barents Observer: Finnar verða óháðir Rússum um gasinnflutning
Stjórnvöld í Finnlandi og Eistlandi skrifuðu undir samninga sl. föstudag um byggingu móttökustöðva fyrir gas beggja vegna Finnlandsflóa, sem verða tengdar. Þetta þýðir að bæði ríkin verða óháð Rússum um innflutning á gasi en um 10% af þeim orkugjöfum, sem Finnar nota koma nú frá Rússlandi.
Írland: Undir fjárhagslegu eftirliti ESB í áratugi
Írar geta búizt við að verða undir fjárhagslegu eftirliti Evrópusambandsins tvisvar á ári þar til 75% af björgunarláni til þeirra hefur verið endurgreitt. Þetta þýðir að sögn Irish Times að þetta eftirlit mun standa í áratugi.
Fyrstu alvöru umræður um Ísland og Evrópusambandið hafnar
Það er athyglisvert við þær umræður, sem nú eru hafnar um Ísland og Evrópusambandið - og eru fyrstu raunverulegu umræður um efni málsins frá því að aðildarumsóknin var lögð fram - að um leið og fyrsti kafli þeirra, sem fjallaði fyrst og fremst um þjóðaratkvæðagreiðslur er liðinn hjá, detta umræðurnar niður af hálfu þeirra stjórnarandstöðuflokka, sem stóðu fyrir því að sækja um aðild.
Birting RÚV á upplýsingum frá Creditinfo um fréttaflutning stofnunarinnar vegna ESB bendir til þess að forráðamenn RÚV hafi talið sig standa höllum fæti í þeim umræðum. Um aðferðafræði Creditinfo á þessu sviði má margt segja en það er annað mál. RÚV getur fyrir sitt leyti sparað sér kostnað við rannsóknir af því tagi með einföldum hætti.