Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Föstudagurinn 7. mars 2014

«
6. mars

7. mars 2014
»
8. mars
Fréttir

Skotar árétta kröfur um refsiaðgerðir af hálfu ESB gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makríldeilu

Gagnkvæmar ásakanir og nýjar kröfur um refsingar gegn Íslendingum og Færeyingum sigla í kjölfar þess að slitnaði upp úr makrílviðræðunum miðvikudaginn 5. mars á fundi í Edinborg segir í frétt á vefsíðunni fishupdate.com föstudaginn 7. mars. Þá flæki hlutur Grænlendinga hið margþætta mál enn frekar....

Sími Sarkozys hleraður að fyrirmælum rannsóknardómara

Nicolas Sarkozy, fyrrv. forseti Frakklands, hefur sætt símahlerun í eitt ár að fyrirmælum dómara sem rannsaka ásakanir um að hann hafi fengið fjárstuðning til kosningabaráttu frá Líbíu í tíð Moammars Gaddafis einræðisherra. Franska blaðið Le Monde segir að hleranirnar hafi leitt í ljós vitneskju um óeðlileg samskipti Sarkozys við dómskerfið.

Juncker verður oddviti mið-hægrimanna í ESB-þingkosningunum í maí 2014

Mið-hægrimenn innan ESB, European People‘s Party (EPP), völdu föstudaginn 7. mars Jean-Claude Juncker, fyrrverandi forsætis­ráðherra Lúxemborgar, sem forsetaefni sitt í framkvæmda­stjórn ESB í ESB-þingkosningunum í maí. Hann fékk 382 atkvæði í kosningu um oddvita EPP á fundi leiðtoga EPP-flokkanna í D...

ESB frestar viðræðum við Rússa um vega­bréfsáritanir-sendiherra Rússa gerir lítið úr þeirri aðgerð

Forsvarsmenn Evrópu­sambandsins hafa slegið á frest viðræðum við Rússa um ferðir á milli Rússlands og aðildarríkjanna án vega­bréfsáritunar. Þeir hafa jafnframt hótað frystingu eigna og efnahagslegum refsiaðgerðum ef ástandið í Úkraínu versni. Þetta kemur fram á euobserver.

Skýrsla Hagfræði­stofnunar: Atvinnuleysi jókst í Evrópu en minnkaði í Bandaríkjunum

Í skýrslu Hagfræði­stofnunar HÍ um Ísland og Evrópu­sambandið segir að leiðir Evrópu og Bandaríkjanna hafi skilið hvað atvinnuleysi varðar í kringum árið 2011. Á meðan atvinnuleysi hafi aukizt í Evrópu hafi jafnt og þétt dregið úr því í Bandaríkjunum. Atvinnuleysi á Spáni hafi vaxið úr 16% í byrjun ár...

Leiðarar

Evrópa er í uppnámi vegna Úkraínu og Krímskaga

Enn á ný er Evrópa í uppnámi. Það er ómögulegt að segja fyrir um hvað muni gerast í Úkraínu og á Krímskaga. Það er staðreynd að meirihluti þeirra, sem búa á Krím eru Rússar eða af rússnesku bergi brotnir. Það er líka staðreynd að um fjórðungur íbúanna eru Úkraínumenn. Það þarf ekki mikla spámenn til að spá fyrir um úrslit þjóðar­atkvæða­greiðslu um sameiningu við Rússland.

Í pottinum

Bjarni, Sigmundur Davíð, Már og Helgi Seljan í Kastljósi

Það ætti að sýna sem heild brot úr Kastljósþáttunum þar sem Helgi Seljan ræðir við ráðherrana Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson annars vegar og Má Guðmundsson seðlabanka­stjóra hins vegar.

Makríllinn, við og Brussel

Það hafa staðið yfir maraþonumræður um makrílinn. Þeim er lokið án samkomulags. Það er gagnlegt fyrir Íslendinga að átta sig á, að væri Ísland aðili að Evrópu­sambandinu hefðum við hvergi komið nærri þeim viðræðum. Evrópu­sambandið hefði samið við aðrar þjóðir sem hagsmuna eiga að gæta fyrir okkar hönd. Innan tíðar munu íslenzk stjórnvöld ákveða makrílkvótann fyrir íslenzk fiskiskip.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS