Meirihluti utanríkismálanefndar alþingis reisti álit sitt sem fylgdi þingsályktuninni um umsókn að Evrópusambandinu sumarið 2009 ekki á markvissri greiningu á stöðu Íslands gagnvart ESB og stækkunarstefnu þess. Mat meirihlutans að Íslendingar fengju sérmeðferð sem umsóknarþjóð reyndist rangt.
Danmörk: Danski Þjóðarflokkurinn annar stærsti flokkur landsins
Danski þjóðarflokkurinn er orðinn annar stærsti flokkur Danmerkur skv. skoðanakönnun, sem Berlingske Tidende birti í gær. Flokkurinn er orðinn stærri en jafnaðarmannaflokkurinn.
Fréttamenn ríkisins setja upp silkihanska í návist Más seðlabankastjóra
Það vakti athygli á dögunum að Helgi Seljan setti upp silkihanskana þegar hann ræddi við Má Guðmundsson seðlabankastjóra í Kastljósi.
Umræður helgarinnar hafa orðið til að skýra þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að bankinn greiddi málskostnað seðlabankastjóra á hendur bankanum sjálfum vegna launamála. Í fyrsta lagi er ljóst að sú ákvörðun var ekki borin undir þann ráðherra, sem bankinn heyrir undir. Í öðru lagi verður ekki séð að meirihluti bankaráðs hafi komið að þeirri ákvörðun.