Ágreiningur var milli formanns utanríkismálanefndar alþingis og utanríkisráðuneytisins sumarið 2009 um hve langan tíma ESB-aðildarviðræðurnar mundu taka. Þetta kom fram í ræðu Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns vinstri-grænna og fyrrv.
Franskir ráðherrar hafa neyðst til að hafna ásökunum um „pólitískar hleranir“ vegna ákvörðunar um að hlera farsíma Nicolas Sarkozys, fyrrv. Frakklandsforseta. Þess er krafist að Christiane Taubira dómsmálaráðherra segi af sér en hún hefur notið hvað mestrar virðingar í röðum ráðherra sósíalista.
150 þúsund rússneskir hermenn í námunda við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin
Norðmenn vonast til þess að bæði Svíar og Finnar gangi í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í umræðum varnarmálaráðherra Norðurlandanna fjögurra , sem sýndar verða á Yle-sjónvarpsstöðinni í Finnlandi í kvöld.
G-8 ríkin lögðu fram 10 milljarða dollara hvert til að tryggja öryggi kjarnorkustöðva í Rússlandi
Norski vefmiðillinn Barents Observer, sem sérhæfir sig í málefnum Norðurslóða segir að G-8 ríkin hafi samþykkt árið 2002 að hvert þeirra um sig, legði fram 10 milljarða dollara til Rússlands og fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna til þess að auka öryggi kjarnorkustöðva í þeim ríkjum.
Það eru alvörumál á ferð í Evrópu
Spennan í kringum Úkraínu eykst. Eins og fram hefur komið í fréttum Evrópuvaktarinnar hefur Atlantshafsbandalagið hafið eftirlitsflug við jaðar lofthelgi Úkraínu. Í því felst aðvörun til Rússa. Þá hefur líka komið fram í fréttum EV að eftirlitsflug bandalagsins hefur verið aukið yfir Eystrasalti og herþotum í því flugi fjölgað, Í því felst líka aðvörun til Rússa.