Noregur: Þríhliða heræfingu með Rússum á norðurslóðum aflýst
Norska varnarmálaráðuneytið segir líklegt að þríhliða heræfingu undir nafninu Northern Eagle sem ætlunin var að yrði í maí verði aflýst.
Írski ESB-þingmaðurinn Pat the Cope Gallagher hvatti til þess í ræðu á ESB-þinginu að framkvæmdastjórn ESB gripi til refsiaðgerða gegn Íslendingum fyrir „ábyrgðarlausar veiðar“ á makríl í Norðaustur-Atlantshafi.
Varnarmálaráðherra Finna: Minni háttar atburður á Krím getur leitt til átaka
Carl Haglund, varnarmálaráðherra Finnlands sagði í sjónvarpsviðtali í Finnlandi í morgun að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Krímskaga á morgun og viðbrögð við henni muni ráða miklu um framhaldið. Það verði ekki sízt fróðlegt að sjá hversu margir taki þátt í atkvæðagreiðslunni.
Rússland: Norðurflotinn opnar á ný herstöð í 50 km fjarlægð frá Finnlandi
Hinn nýi Norðurfloti Rússlands hefur opnað á ný herstöði í Alakurtti, sem er í 50 kílómetra fjarlægð frá landamærum Finnlands og þar verða staðsettir um 3000 sérfræðingar í fjarskiptum að því er hernaðaryfirvöld í Rússlandi hafa staðfest við Izvestia.
Sérhagsmunagæsla og ESB-aðild - innantóm orð þingmanna
Í umræðum á alþingi um tillöguna um afturköllun ESB-umsóknarinnar sagði hinn eldheiti ESB-aðildarsinni Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar: „Ég þakka hv. þingmanni fyrir mjög góða ræðu og ég held að hann hafi hitt naglann á höfuðið. Við erum að fjalla um peningalega hagsmuni þröngra sérhagsmunahópa.“ Hinn „hv.
Hver bað Brussel um að afhenda Steingrími J. ekki rýniskýrsluna?
Í frétt hér á Evrópuvaktinni hinn 13. marz sl. segir: „Steingrímur J. gerði sér ferð til Brussel í janúar 2012 til að fá rýniskýrsluna en var neitað um hana.“ Hér er átt við rýniskýrslu um sjávarútvegsmál. Þeir sem til þekkja telja nánast óhugsandi að ráðherra frá umsóknarríki sé neitað um...