Laugardagurinn 14. desember 2019

Laugardagurinn 22. mars 2014

«
21. mars

22. mars 2014
»
23. mars
Fréttir

Grænlendingar reiðir Færeyingum vegna makrílsamkomulagsins - telja gengið á rétt sinn - land­stjórnin fer sér hægt í málinu

Aleqa Hammond, formaður grænlensku land­stjórnar­innar, segir að Grænlendingar séu ekki aðilar að makrílsamkomulaginu af því að þeir séu ekki strandríki og þeir hafi ekki áform um að gerast aðilar að því. Hún svaraði gagnrýni stjórnar­andstæðinga í Inuit Ataqatigiit (IA) á þennan veg þegar þeir gagnrýndu stjórn hennar fyrir að hafa sofið á verðinum við gerð makrílsamkomulagsins.

Noregur: Segir Stoltenberg af sér í næstu viku? -Tekur við hjá Nató í haust

Norska dagblaðið Verdens Gang segir að Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamanna­flokksins í Noregi og fyrrum forsætis­ráðherra, hafi skýrt þingmönnum flokksins frá áformum um að hann taki að sér starf aðalframkvæmda­stjóra Atlantshafsbandalagsins.

Seðlabanka­stjóri Finnlands: Úkraínudeilan byrjuð að hafa neikvæð áhrif á viðskipti Finna, Pólverja og Eystrasaltsríkja við Rússland

Erkki Liikanen, aðalbanka­stjóri Seðlabanka Evrópu sagði í morgun, laugardagsmorgun, að deilur Rússa og Úkraínumanna væru þegar farnar að hafa neikvæð áhrif á viðskipti Finna, Pólverja og Eystrasaltsríkja við Rússland. Það hafi gerzt jafnvel áður en byrjað var að beita refsiaðgerðum af hálfu Vesturlanda. Liikanen sagði að gengi rúblunnar hafi byrjað að lækka sl.

Finnski flugherinn eykur eftirlitsflug í lofthelgi Finnlands

Finnski flugherinn hefur aukið eftirlitsflug í lofthelgi Finnlands vegna aukinna umsvifa bandarískra og rússneskra herþota í námunda við Finnland. Talsmaður finnska flughersins segir að um sé að ræða aukið flug herflugvéla austur og suður af Finnlandi. Hann segir að með þessu séu Finnar að þjálfa viðbragðsflýti sitt.

Leiðarar

Berlusconi, Papandreou og Jón Bjarnason - fórnarlömb ESB

Silvio Berlusconi sagði af sér embætti forsætis­ráðherra Ítalíu um miðjan nóvember 2011. Hann gerði þetta að kröfu ráðandi afla innan Evrópu­sambandsins bæðí í stofnunum þess í Brussel og í Berlín og París. Þess var krafist að í stað hans yrði maður hliðhollur Brusselmönnum forsætis­ráðherra Ítalíu og ...

Í pottinum

Hvimleiður kækur

Það er gott að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkis­ráðherra, hafi farið til Úkraínu með fylgdarliði til þess að sýna stuðning við málstað Úkraínumanna. En það er hvimleiður kækur ráðamanna hér að halda því fram, að Ísland geti á einhvern hátt hjálpað til í deilumálum af þessu tagi eins og ætla má af orðum utanríkis­ráðherra í Morgunblaðinu í dag. Svo er ekki og ætti að vera öllum ljóst.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS