Manuel Valls næsti forsætisráðherra Frakklands segir Le Monde
Franska ríkisstjórnin hefur sagt af sér.
Frönsk stjórnvöld hafa viðurkennt að þau í eigi í vaxandi erfiðleikum við að ná markmiðum um ríkissjóðshalla vegna þess að skattheimta skili minna fé í ríkiskassann en ætlað var.
Kínaforseti gleður konungshjón og ESB-forseta í Brussel - pandabirnir magna tungumáladeilur
31. mars. Hann er fyrsti Kínaforseti sem kemur þangað í heimsókn. Hann sagði að nánari tengsl Kína og ESB gætu ekki leitt til annars en góðs fyrir báða aðila. Áður hafði forsetinn heimsótt Belgíukonung og farið í dýragarð til að líta á tvo pandabirni sem þar eru í láni frá Kína. Xi ritaði grein í ...
Ítalía: Þak sett á laun forstjóra opinberra fyrirtækja
Þak verður sett á laun forstjóra opinberra fyrirtækja á Ítalíu með nokkrum undantekningum þó að því er fram hefur komið hjá Matteo Renzi, hinum nýja forsætisráðherra Ítalíu. Launin verða miðuð við laun hæstaréttardómara á Ítalíu. Þessi ákvörðun gengur í gildi á morgun og mega laun þá ekki vera hærri en 311 þúsund evrur á ári. eða tæplega 50 milljónir króna.
Frakkland: Ayrault vildi segja af sér í gærkvöldi
Í frönskum fjölmiðlum er því haldið fram í morgun,að Jean-Mark Ayrault, forsætisráðherra Frakklands hafi viljað segja af sér strax í gærkvöldi, þegar úrslit sveitarstjórnakosninga lágu fyrir en samstarfsmenn hans hafi talað um fyrir honum. Hann hafi viljað með afsögn taka á sig ábyrgð á óförum sósíalista í kosningunum. Flestir telja hins vegar að forsætisráðherrann verði settur frá.
Þjóðverjar tilbúnir til að senda sex herþotur til Eystrasaltsríkjanna
Þjóðverjar eru tilbúnir til að veita Eystrasaltsríkjunum þremur hernaðarlega aðstoð sem þátt í aðgerðum Atlantshafsbandalagsins til þess að draga úr áhyggjum þeirra í kjölfar innlimunar Krímskaga í Rússland. Í þessu skyni eru Þjóðverjar tilbúnir til að senda allt að sex herþotur til að sinna eftirliti í lofti á þessu svæði. Ríkin þrjú gerðust aðilar að Atlantshafsbandalaginu fyrir 10 árum.
Þjóðverjar og Finnar milli steins og sleggju
Þjóðverjar og Finnar eru á milli steins og sleggju, þegar kemur að samskiptum við Rússland, þótt af ólíkum ástæðum sé. Frá dögum Ostpólitíkur Willy Brandts hafa Þjóðverjar fylgt þeirri stefnu að rækta vinsamleg samskipti fyrst við Sovétríkin og eftir fall þeirra við Rússland. Nú standa yfir miklar umræður í Þýzkalandi um framhaldið í þessum samskiptum.