Þriðjudagurinn 10. desember 2019

Fimmtudagurinn 3. apríl 2014

«
2. apríl

3. apríl 2014
»
4. apríl
Fréttir

Frakkland: Nýr fjármála­ráðherra vill semja um halla á ríkisfjármálum við ESB - Mario Draghi segir ríki verða að virða eigin skuldbindingar

Nýr fjármála­ráðherra Frakklands, Michel Sapin, sagði fimmtudaginn 3. apríl að hann mundi snúa sér til ráðamanna innan ESB og óska eftir viðræðum um „hraða“ aðgerða til að minnka hallann á ríkis­sjóði og skuldum Frakklands. Fréttaskýrendur telja að nýja stjórnin ætli að ráða ferðinni í efnahagsmálum þ...

Úkraína: Janúkóvitsj sakaður um að hafa gefið fyrirmæli til leyniskyttna - rússneska leyniþjónustan sögð með í ráðum

Stjórnvöld í Úkraínu hafa handtekið á annan tug liðsmanna í Berkut-óeirðalög­reglunni vegna grunsemda um að þeir hafi skotið á mótmælendur í febrúar. Þá drápu leyniskyttur rúmlega 100 manns við Maidan, Sjálfstæðis­torgið í Kænugarði.

Moskva: Þýski sendiherrann kallaður má teppið vegna orða Schäubles

að svara fyrir ummæli sem Wolfgang Schäuble, fjármála­ráðherra Þýskalands, lét falla. Hann bar saman innlimum Krímskaga í Rússland og Súdetalands í Þýskaland árið 1938 undir Adolf Hitler.

Spánn: Aðhaldi mótmælt í 54 borgum í dag

Búist er við aðgerðum á götum úti í 54 borgum á Spáni í dag til þess að mótmæla frekari aðhaldsaðgerðum, sem talið er að ríkis­stjórn Spánar og Evrópu­sambandið hafi í undirbúningi. Það eru tvö helztu verkalýðs­samtök á Spáni sem standa að mótmælunum, sem eru eins konar undanfari mikilla mótmælaaðgerða í Brussel.

Ítalía: Berlusconi biður Napolitano um náðun

Silvio Berlusconi fór að heimsækja Giorgio Napolitano, forseta Ítalíu í gær. Uppgefið erindi var aðræða við forsetann um pólitískar umbætur á Ítalíu en fjölmiðlar þar segja að hið raunverulega erindi hafi verið að biðja forsetann um náðun. La Stampa segir að Berlusconi hafi sagt forsetanum að hann óttaðist um frelsi sitt.

Rússar krefjast upplýsinga um áform NATÓ í Austur-Evrópu

Rússar krefjast svara um áform Atlantshafsbandalagsins í austurhluta Evrópu. Sergei Lavrov, utanríkis­ráðherra Rússlands sagði í morgun að Rússar vænti upplýsinga frá bandalaginu um umsvif þess í Austur-Evrópu eftir fyrirheit á utanríkis­ráðherrafundi NATÓ á dögunum um aukin umsvif á þeim slóðum.

Leiðarar

Stjórnar­flokkarnir verða að endurnýja traustið með skýrri ESB-stefnu

Kenningarnar um hvað Íslendingum sé fyrir bestu í samskiptum við ESB eru margar.

Í pottinum

Sjálfstæðis­flokkurinn: Upphaf kosningabaráttunnar slær réttan tón

Sjálfstæðis­flokkurinn í Reykjavík er að vakna til lífsins og vísbendingar eru um að flokkurinn hafi tekið rétta ákvörðun frammi fyrir erfiðri stöðu. Í stað þess að reka innantóma kosningabaráttu byggða á auglýsingamennsku og þar með sýndar­mennsku eins og nú tíðkast ætli flokkurinn að ræða málefni sem varða borgarbúa miklu. Þetta lofar góðu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS