Úkraína: Forsætisráðherrann sakar Rússa um efnahagslega árás með hækkun gasverðs
Úkraínumenn hafa hafnað ákvörðun Rússa um að nær tvöfalda verð á rússnesku gasi til landsins og hótað að svara með lögsókn.
Brussel: Mótmæli gegn fríverslunarviðræðum ESB og Bandaríkjanna
Bandaríska sendiráðinu gagnvart ESB í Brussel var lokað í öryggisskyni föstudaginn 4. apríl vegna mótmælaaðgerða á sama tíma og sendiherrann ræddi við fjölmiðlamenn um gildi frjálsra viðskipta. Talið er að 25.000 til 50.000 manns hafi tekið þátt í aðgerðunum og köstuðu margir grjóti í átt að sendir...
Spænsk hugveita: Spánn hefur rétt til að senda herlið til Katalóníu lýsi héraðið yfir sjálfstæði
Spænsk hugveita IEE hefur sent frá sér skýrslu um hugsanlegt sjálfstæði Katalóníu. Þar er því haldið fram, að Spánn hafi lögmætan rétt til að verja landsvæði Spánar og það sé hlutverk spænska hersins að tryggja sjálfstæði og landsvæði Spánar.
Aþena: Söguleg skylda ESB-ríkja að ná pólitísku samkomulagi um Úkraínu - segir Venizelos
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja komu saman til óformlegs fundar í Aþenu í gær, föstudag. Evangelos Venizelos, utanríkisráðherra Grikklands sagði af því tilefni að það væri söguleg skylda Evrópusambandsins að ná trúverðugu pólitísku og hagnýtu samkomulagi um Úkraínu og halda jafnframt samskiptaleiðum við Rússa opnum.
Norðurfloti Rússa tekur dróna í notkun á Norðurslóðum
Norðurfloti Rússa hefur nú tekið dróna í notkun til þess að fylgjast með umferð á yfirráðasvæðum Rússa í Norðurhöfum. Frá þessu segir í sérstakri fréttatilkynningu frá rússneska hernum, sem Barents Observer segir frá. Um er að ræða dróna, sem hafa flugþol frá 10-150 kílómetra. Í tilkynningunni segir að drónarnir gefi upplýsingar um „hreyfingar óvina bæði dag og nótt.“
Evran er martröð ESB en ekki lyftistöng
Aðlögun Íslands að Evrópusambandinu strandaði árið 2011 þegar í ljós kom að embættismenn stækkunardeildar sambandsins neituðu að afhenda Íslendingum niðurstöður rýnivinnu í sjávarútvegsmálum. Þótt íslenskir ráðamenn þess tíma láti eins og þeir viti ekki hvað olli þessari neitun ESB hafa þeir einnig gefið til kynna að þeir hafi hugmynd um hvað sé í þessum poka. Þeir megi bara ekki skýra frá því.
Er að verða til ný einokun á matvörumarkaði? - Einokun lífeyrissjóða=stéttarfélaga?
Einu sinni var ríkiseinokun á ýmsum sviðum. Þannig hafði ríkið einokun á sölu útvarpstækja. Sú einokun var afnumin á Viðreisnarárunum. Svo risu álitamál um hvort samvinnuhreyfingin væri orðin að einokunarhring á sumum sviðum atvinnulífsins. Svo féll Samband ísl. samvinnufélaga. Þá vaknaði sú spurning hvort stór einkafyrirtæki væru orðin að einokunarfyrirbærum.