Seðlabanki Íslands og prentunarvald á evru - tvíræður boðskapur í nýrri skýrslu
Um það er ekki deilt að Mario Draghi, forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópu, hafi sumarið 2012 fært evru-vandann frá stjórnmálamönnum inn í seðlabankann og bjargað því sem bjargað varð með því að lýsa yfir að það yrði gert sem gera þyrfti til að tryggja líf evrunnar.
Úttekt Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið fyrir Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Félag atvinnurekenda og Viðskiptaráð Íslands var kynnt mánudaginn 7. apríl, daginn áður en umsagnarfresti utanríkismálanefndar alþingis vegna þingsályktunar u...
Úkraína: Neyðarfundur í Kiev vegna aðgerða aðskilnaðarsinna
Starfandi forseti Úkraínu hefur boðað til neyðarfundar í Kiev vegna mótmælaaðgerða aðskilnaðarsinna í þremur borgum í austurhluta landsins. Forsetinn hefur frestað fyrirhugaðri heimsókn til Litháen af þessum sökum. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins hafa krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsvæða í Austur-Úkraínu.
Forseti Tékklands: Hersveitir NATÓ til Úkraínu reyni Rússar að innlima austurhluta landsins
Milos Zeman, forseti Tékklands, sagði í gær að ef Rússar reyndu að innlima austurhluta Úkraínu í Rússland mundu Vesturlönd grípa til harðra aðgerða, hugsanlega með því að Atlantshafsbandalagið sendi hersveitir inn í Úkraínu. Þessi ummæli forsetans féllu í útvarpsávarpi til tékknesku þjóðarinnar í gær. Stjórnvöld í Kiev hafa sakað Pútín um að ýta undir skilnaðarhreyfingar í austurhluta Úkraínu.
Viðureign fræðimanna framundan!
Af fyrstu fréttum mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins að dæma er megin niðurstaða Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í skýrslu fyrir ASÍ og atvinnurekendasamtök um aðildarviðræðurnar við ESB sú, að hægt hefði verið að ljúka viðræðum við Evrópusambandið á fyrra helmingi árs 2013. Ríkisstjórnin, sem l...
Digurbarkalegur Össur elur á blekkingunni
Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands er hið sama staðfest og fram kom í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands að ESB-viðræðurnar stöðvuðust á árinu 2011 þegar ESB neitaði að afhenda rýniskýrslu sína um sjávarútvegsmál. Allt árið 2012 gerði Össur Skarphéðinsson, þáv.
Tilgangur aðilanna á vinnumarkaði og í viðskiptalífi sem fólu Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands að gera úttekt á stöðu ESB-viðræðnanna var að kalla eftir hagsmunamati til að auðvelda greiningu á hvort Íslendingar yrðu betur settir utan eða innan ESB. Þar skiptir mat á gildi upptöku evru miklu og á ...
Er aðild að ESB ekki lengur nógu söluvæn?
Það er athyglisvert að Benedikt Jóhannesson, talsmaður hóps sem íhugar stofnun nýs stjórnmálaflokks á hægri væng stjórnmálanna leggur áherzlu á að baráttumál slíks flokks yrðu frelsi í viðskiptum og vestræn samvinna. Frjáls viðskipti hafa verið grunnþáttur í stefnu Sjálfstæðisflokksins frá stofnun hans og þátttaka í vestrænni samvinnu hefur verið meginstef í stefnu þess flokks frá stríðslokum.