Sunnudagurinn 8. desember 2019

Þriðjudagurinn 8. apríl 2014

«
7. apríl

8. apríl 2014
»
9. apríl
Fréttir

Skýrsla Alþjóða­mála­stofnunar: ESB getur breytt ákvörðun um að svæði innan 12 mílna sé einka­svæði strandríkis - hlutfallslegur stöðugleiki ræðst af pólitískri afstöðu

Í skýrslu Alþjóða­mála­stofnunar Háskóla Íslands (AMS) um ESB-aðildar­viðræðurnar er staðfest að ekkert sé fast í hendi varðandi rétt Íslendinga til að stjórna fiskveiðum á Íslandsmiðum kæmi til aðildar Íslands að ESB. Er meira að segja vikið að því að hugsanlega kunni þeirri reglu ESB sem mælir fyrir ...

Frakkar kynna Þjóðverjum áform í ríkisfjármálaum - verða að leita til ESB vegna hallareksturs

Michel Sapin, nýr fjármála­ráðherra Frakklands, fór í fyrstu heimsókn sína til Berlínar mánudaginn 7. apríl til að afla stuðnings við frekari umbætur í Frakklandi og lækkun ríkisútgjalda. Þjóðverjar tóku honum vel en sögðu að hann yrði að semja við framkvæmda­stjórn ESB vildi hann fá frekari fresti ti...

Úkraína: Aðskilnaðarsinnar í Donetsk óska eftir rússneskum „friðargæzlumönnum“

Aðskilnaðarsinnar í úkraínsku borginni Donetsk, sem í gær lýstu yfir almennri atkvæða­greiðslu hinn 11. maí n.k. um sameiningu við Rússland hafa kallað eftir því að rússneskir „friðargæzlumenn“ komi til borgarinnar að sögn The Moscow Times. Þessi ósk var sett fram eftir að aðskilnaðarsinnar höfðu lag...

Pútín felur FSB að styrkja landamæravörzlu í norðri

Pútín, forseti Rússlands hefur falið FSB (arftaka KGB) að setja styrkingu landamæravörzlu á Norðurslóðum í forgang. Þetta kom fram á fundi hjá rússnesku öryggislög­reglunni í gær en þar flutti Pútín stefnumarkandi ræðu. Hann sagði forgangsverkefni FSB að byggja upp landamæravörzlu bæði á Norðurslóðum og á suðurlandamærum Rússlands.

Leiðarar

Alþjóða­mála­stofnun mælir „andrúmsloftið“ í Brussel

Þegar fyrir liggur að ESB stöðvaði aðildar­viðræðurnar við Ísland vegna þess að Íslendingar vildu ekki fara að kröfum sambandsins og breyta umboði viðræðu­nefndar sinnar í sjávar­útvegsmálum er furðulegt hvernig efnistökum er háttað í skýrslu Alþjóða­mála­stofnunar Háskóla Íslands um stöðu ESB-viðræðnanna.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS