Föstudagurinn 23. apríl 2021

Miðvikudagurinn 9. apríl 2014

«
8. apríl

9. apríl 2014
»
10. apríl
Fréttir

Úkraína: Rússavinir hertaka hús öryggislög­reglu - Kerry telur um markvissan rússneskan undirróður að ræða

Spenna jókst miðvikudaginn 9. apríl í úkraínsku borginni Luhansk um 30 km frá landamærum Rússlands þar sem aðgerðasinnar hlynntir Rússum hafa lagt undir sig byggingu öryggislög­reglunnar. John Kerry, utanríkis­ráðherra Bandaríkjanna, segir að rússneskir undirróðursmenn stofni til vandræða og ögrana í...

Grikkir fara enn á ný í verkfall vegna aðhaldskrafna ESB

[stjórnsýslu­stofnunum var lokað vegna verkfallsins. Ríkis­stjórnin hefur enn hert á aðhaldsaðgerðum vegna krafna alþjóðlegra lánveitenda.

Stóraukin njósnastarfsemi Rússa í Svíþjóð-æfa flugárásir-ráða njósnara

Sænska leyniþjónustan (Sapo) segir að Rússar hafi stóraukið njósnastarfsemi í Svíþjóð. Forstöðumaður gagnnjósna­deildar Sapo, Wilhelm Unge, sagði á blaðamannafundi í fyrradag, mánudag, að stóraukinn áhugi Rússa á Svíþjóð væri augljós.

Katalónía: Afstaða spænska þingsins ræður ekki úrslitum segir Artur Mas

Þing Spánar hefur hafnað ósk Katalóníu um að efna til þjóðar­atkvæða­greiðslu í héraðinu um sjálfstæði sem fram á að fara í nóvember. Atkvæði féllu þannig að 299 greiddu atkvæði gegn, 47 með og einn sat hjá.

Jean-Claude Juncker: Bretar geta ekki krafizt breytinga á grundvallar­þáttum ESB

Jean-Claude Juncker, fyrrum forsætis­ráðherra Lúxemborgar, sem nú er annar af tveimur, sem taldir eru líklegastir til að taka við starfi forseta framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins segir í samtali við BBC, að möguleikar Breta á að ná fram breytingum á aðildarsamningi við ESB byggist annars vegar á þ...

Leiðarar

Í Evrópu hafa orðið grundvallar­breytingar á skömmum tíma

Það er mikilvægt að við Íslendingar áttum okkur á þeim grundvallar­breytingum, sem orðið hafa í Evrópu á mjög skömmum tíma. Í kjölfar falls Sovétríkjanna urðu þær breytingar á viðhorfum ráðamanna í Rússlandi, að þeir virtust opnir fyrir því að taka upp náið samstarf við ríkin í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku.

Í pottinum

Um vísun í nafnlausa heimildarmenn

Umræður um skýrslu Alþjóða­mála­stofnunar HÍ um Ísland og ESB fyrir samtök atvinnuvega og ASÍ hafa ekki sízt beinst að frjálslegri notkun skýrsluhöfunda á nafnlausum heimildarmönnum. Þótt vísun í nafnlausa heimildarmenn sé algeng í fjölmiðlum kemur á óvart að það sama eigi við í fræðilegri skýrslu háskóla­stofnunar.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS