« 8. apríl |
■ 9. apríl 2014 |
» 10. apríl |
Spenna jókst miðvikudaginn 9. apríl í úkraínsku borginni Luhansk um 30 km frá landamærum Rússlands þar sem aðgerðasinnar hlynntir Rússum hafa lagt undir sig byggingu öryggislögreglunnar. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að rússneskir undirróðursmenn stofni til vandræða og ögrana í...
Grikkir fara enn á ný í verkfall vegna aðhaldskrafna ESB
[stjórnsýslustofnunum var lokað vegna verkfallsins. Ríkisstjórnin hefur enn hert á aðhaldsaðgerðum vegna krafna alþjóðlegra lánveitenda.
Stóraukin njósnastarfsemi Rússa í Svíþjóð-æfa flugárásir-ráða njósnara
Sænska leyniþjónustan (Sapo) segir að Rússar hafi stóraukið njósnastarfsemi í Svíþjóð. Forstöðumaður gagnnjósnadeildar Sapo, Wilhelm Unge, sagði á blaðamannafundi í fyrradag, mánudag, að stóraukinn áhugi Rússa á Svíþjóð væri augljós.
Katalónía: Afstaða spænska þingsins ræður ekki úrslitum segir Artur Mas
Þing Spánar hefur hafnað ósk Katalóníu um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í héraðinu um sjálfstæði sem fram á að fara í nóvember. Atkvæði féllu þannig að 299 greiddu atkvæði gegn, 47 með og einn sat hjá.
Jean-Claude Juncker: Bretar geta ekki krafizt breytinga á grundvallarþáttum ESB
Jean-Claude Juncker, fyrrum forsætisráðherra Lúxemborgar, sem nú er annar af tveimur, sem taldir eru líklegastir til að taka við starfi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir í samtali við BBC, að möguleikar Breta á að ná fram breytingum á aðildarsamningi við ESB byggist annars vegar á þ...
Í Evrópu hafa orðið grundvallarbreytingar á skömmum tíma
Það er mikilvægt að við Íslendingar áttum okkur á þeim grundvallarbreytingum, sem orðið hafa í Evrópu á mjög skömmum tíma. Í kjölfar falls Sovétríkjanna urðu þær breytingar á viðhorfum ráðamanna í Rússlandi, að þeir virtust opnir fyrir því að taka upp náið samstarf við ríkin í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku.
Um vísun í nafnlausa heimildarmenn
Umræður um skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ um Ísland og ESB fyrir samtök atvinnuvega og ASÍ hafa ekki sízt beinst að frjálslegri notkun skýrsluhöfunda á nafnlausum heimildarmönnum. Þótt vísun í nafnlausa heimildarmenn sé algeng í fjölmiðlum kemur á óvart að það sama eigi við í fræðilegri skýrslu háskólastofnunar.