« 9. apríl |
■ 10. apríl 2014 |
» 11. apríl |
Rússneskir fallhlífarhermenn hafa lent við Norðurpólinn. Er þetta í fyrsta sinn í sögu Rússlands sem fallhlífarhermenn hafa lent á rekís á Norður-Íshafi.
Rússneskir þingmenn vilja rannsókn á þætti Gorbatsjov í falli Sovétríkjanna
Fimm þingmenn á rússneska þinginu vilja láta fara fram rannsókn á þætti Gorbatsjov, fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna í falli þeirra. Þingmennirnir fimm eru frá Sameinuðu Rússlandi, sem styður ríkisstjórnina, svo og frá Kommúnistaflokknum og Frjálslynda lýðræðisflokknum. Þeir hafa sent bréf til ríkissaksóknara Rússlands og óskað eftir slíkri rannsókn.
Svíþjóð: Verðhjöðnun gengin í garð
Á síðustu 12 mánuðum hefur verðlag í Svíþjóð lækkað um 0,6%. Það þýðir að verðhjöðnun er gengin í garð þar í landi. Gert hafði verið ráð fyrir að verðhjöðnunin mundi nema um 0,3 prósentustigum. Gert er ráð fyrir að Seðlabanki Svíþjóðar muni lækka stýrivexti í júlí. Greinandi hjá Swedbank segir vi...
Grikkland: Bílsprengja sprakk í miðborg Aþenu í morgun
Bílsprengja sprakk snemma í morgun fyrir utan Grikklandsbanka í miðborg Aþenu. Sprengjan eyðilagði glugga í nærliggjandi verzlunum en enginn meiddist og ekki urðu aðrar skemmdir. Aðvörun barst um sprengjuna skömmu áður. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði í útvarpsviðtali í morgun að hryðjuverkamenn mundu ekki komast upp með ætlunarverk sitt.
Villuljós Árna Páls vegna evrunnar
Engu er líkara en höfuðmarkmið ESB-aðildarsinna í umræðunum um Ísland og ESB sé að kveikja villuljós. Þeir telji málstað sínum best borgið með því að ræða hlutina ekki eins og þeir eru heldur í viðtengingarhætti, það er eins og þeir vildu að þeir væru. Einmitt þess vegna fagna þeir skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Hún er að verulegu leyti skrifuð í viðtengingarhætti.
Stjórnarandstæðingar í stólpavanda
Hér fyrir neðan eru nokkur ummæli stjórnarandstæðinga sem féllu í sérstökum umræðum alþingi þriðjudaginn 8. apríl um skýrslu Alþjóðamálastofnumar Háskóla Íslands um ESB-viðræðurnar. Aðildin hefur verið eitt af meginviðfangsefnum stjórnmálamanna síðan á árinu 2009. Þegar ummælin eru lesin ættu l...
Hreggviður Jónsson, formaður stjórnar Viðskiptaráðs hafði orð á því í fréttum RÚV sjónvarps í gærkvöldi að fylkingar aðildarsinna og andstæðinga aðildar að Evrópusambandinu hefðu búið um sig í skotgröfum og umræður um aðild eða ekki aðild einkenndust af skotgrafahernaði. Er það? Er ekki verið að ræða málið með rökum með og á móti?