Föstudagurinn 5. mars 2021

Fimmtudagurinn 10. apríl 2014

«
9. apríl

10. apríl 2014
»
11. apríl
Fréttir

Norðurpóllinn: Rússneskir fallhlífarhermenn lenda í fyrsta sinn á ís Norður-Íshafs - æfa leit og björgun

Rússneskir fallhlífarhermenn hafa lent við Norðurpólinn. Er þetta í fyrsta sinn í sögu Rússlands sem fallhlífarhermenn hafa lent á rekís á Norður-Íshafi.

Rússneskir þingmenn vilja rannsókn á þætti Gorbatsjov í falli Sovétríkjanna

Fimm þingmenn á rússneska þinginu vilja láta fara fram rannsókn á þætti Gorbatsjov, fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna í falli þeirra. Þingmennirnir fimm eru frá Sameinuðu Rússlandi, sem styður ríkis­stjórnina, svo og frá Kommúnista­flokknum og Frjálslynda lýðræðis­flokknum. Þeir hafa sent bréf til ríkis­saksóknara Rússlands og óskað eftir slíkri rannsókn.

Svíþjóð: Verðhjöðnun gengin í garð

Á síðustu 12 mánuðum hefur verðlag í Svíþjóð lækkað um 0,6%. Það þýðir að verðhjöðnun er gengin í garð þar í landi. Gert hafði verið ráð fyrir að verðhjöðnunin mundi nema um 0,3 prósentustigum. Gert er ráð fyrir að Seðlabanki Svíþjóðar muni lækka stýrivexti í júlí. Greinandi hjá Swedbank segir vi...

Grikkland: Bílsprengja sprakk í miðborg Aþenu í morgun

Bílsprengja sprakk snemma í morgun fyrir utan Grikklandsbanka í miðborg Aþenu. Sprengjan eyðilagði glugga í nærliggjandi verzlunum en enginn meiddist og ekki urðu aðrar skemmdir. Aðvörun barst um sprengjuna skömmu áður. Talsmaður ríkis­stjórnar­innar sagði í útvarpsviðtali í morgun að hryðjuverkamenn mundu ekki komast upp með ætlunarverk sitt.

Leiðarar

Villuljós Árna Páls vegna evrunnar

Engu er líkara en höfuðmarkmið ESB-aðildarsinna í umræðunum um Ísland og ESB sé að kveikja villuljós. Þeir telji málstað sínum best borgið með því að ræða hlutina ekki eins og þeir eru heldur í viðtengingarhætti, það er eins og þeir vildu að þeir væru. Einmitt þess vegna fagna þeir skýrslu Alþjóða­mála­stofnunar Háskóla Íslands. Hún er að verulegu leyti skrifuð í viðtengingarhætti.

Í pottinum

Stjórnar­andstæðingar í stólpavanda

Hér fyrir neðan eru nokkur ummæli stjórnar­andstæðinga sem féllu í sérstökum umræðum alþingi þriðjudaginn 8. apríl um skýrslu Alþjóða­mála­stofnumar Háskóla Íslands um ESB-viðræðurnar. Aðildin hefur verið eitt af meginviðfangsefnum stjórnmálamanna síðan á árinu 2009. Þegar ummælin eru lesin ættu l...

Skotgrafahernaður??

Hreggviður Jónsson, formaður stjórnar Viðskiptaráðs hafði orð á því í fréttum RÚV sjónvarps í gærkvöldi að fylkingar aðildarsinna og andstæðinga aðildar að Evrópu­sambandinu hefðu búið um sig í skotgröfum og umræður um aðild eða ekki aðild einkenndust af skotgrafahernaði. Er það? Er ekki verið að ræða málið með rökum með og á móti?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS