Mánudagurinn 25. janúar 2021

Föstudagurinn 11. apríl 2014

«
10. apríl

11. apríl 2014
»
12. apríl
Fréttir

Veggjald á erlenda ökumenn í Þýskalandi frá 2016

Erlendir ökumenn í Þýskalandi verða látnir greiða veggjald frá og með 2016 sagði samgöngu­ráðherra landsins fimmtudaginn 10. apríl. Þetta kom fram í viðtali við Alexander Dobrindt, ráðherra úr CSU-flokknum, í blaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Hann sagði dagsetningu vegna upphafs gjaldtökunnar...

Þing Evrópu­ráðsins sviptir Rússa atkvæðisrétti - Ögmundur vildi ekki skerða rétt Rússa

Þing Evrópu­ráðsins + The Parliamentary Assembly of the Council of Europe (PACE)+ í Strassborg samþykkti fimmtudaginn 10. apríl að innlimun Rússa á Krímskaga „bryti algjörlega gegn sáttmála Evrópu­ráðsins“ og skilyrðum sem Rússar samþykktu við aðild sína að ráðinu árið 1996. Þá samþykkti þingið að svi...

Úkraína: Þrástaða milli ríkis­stjórnar og Rússavina í austurhlutanum - NATO segir Rússa vígbúast við landamærin - Obama vill herða refsiaðgerðir

Arsenij Jatsenjuk, starfandi forsætis­ráðherra Úkraínu, hittir föstudaginn 11. apríl héraðs­stjóra í austurhluta landsins í þeim tilgangi að binda enda á þrástöðu gagnvart stuðningsmönnum Rússa í landshlutanum. Hann hvetur héraðs­stjórana til að fullvissa íbúa héraða þeirra um að stjórnvöld í Kænugarði...

Grikkland: Angela Merkel kom í opinbera heimsókn í morgun

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands kom í opinbera heimsókn til Grikklands í morgun, sem sumir fréttamiðlar túlka sem traustsyfirlýsingu Þjóðverja á Grikklandi í kjölfar fyrsta skulda­bréfaútboðs Grikkja á alþjóða markaði í fjögur ár, sem fram fór í gær. Gríski vefmiðillinn ekathimerini bendir á að mikill munur sé á heimsókn Merkel nú og fyrir tveimur árum en þá brutust út mikil mótmæli í Aþenu.

Finnlandi: Ahtisaari hvetur til aðildar Finna og Svía að NATÓ

Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands og handhafi friðarverðlauna Nóbels hvetur til þess að Finnar gerist aðilar að Atlantshafsbandalaginu ásamt Svíum. Forsetinn fyrrverandi sagði í samtali við finnskt vikublað að Finnar ættu að vera aðilar að sömu alþjóða samtökum og önnur vestræn ríki. Ahtisaari sagði í samtalinu að þetta ætti að hans mati að gerast á næsta kjörtímabili.

Evrópa: Minnst atvinnuleysi í ríkjum, sem standa utan ESB-Íslandi, Noregi, Sviss

Nýjar tölur frá Alþjóða gjaldeyris­sjóðnum sýna að minnsta atvinnuleysið í Evrópu á síðasta ári var í þeim þremur ríkjum, sem standa utan við Evrópu­sambandið.

Leiðarar

Það getur ekki verið að þeim standi á sama

Það eru athyglisverðar tölur, sem birtar eru í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag og sóttar eru í nýja skýrslu Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS