Miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

Laugardagurinn 12. apríl 2014

«
11. apríl

12. apríl 2014
»
13. apríl
Fréttir

Úkraína: Vopnaðir Rússavinir og aðskilnaðarsinnar leggja undir sig fleiri lög­reglustöðvar

Vopnaðir menn hafa enn lagt undir sig tvær lög­reglustöðvar í austurhluta Úkraínu samhliða því sem Rússavinir og aðskilnaðarsinnar halda áfram mótmælaaðgerðum. Þeir hafa hótanir um valdbeitingu af hálfu starf­stjórnar­innar í Kænugarði að engu.

Japan: Alþjóða­dómstóllinn leysti stjórnmálamenn úr hvalveiðiklípu - neysla hvalkjöts stendur ekki lengur undir veiðum

Dómur Alþjóða­dómstólsins í Haag um bann við hvalveiðum Japana á suðurhveli jarðar frá 31. mars 2014 kann að hafa valdið létti meðal japanskra stjórnmálamanna segir í blaðinu The Japan Times laugardaginn 12. apríl. Blaðið segir að skort hafi fjármagn til að halda úti veiðum við Suðurskautslandið og...

London: 20 milljarða punda fall á hluta­bréfum í gær-fjárfestar óttast að ný netbóla sé að springa

Ótti við nýtt verðfall á hluta­bréfum í netfyrirtækjum og samskiptamiðlum þurrkaði 20 milljarða punda í verðmætum út af hlutabréfa­markaðnum í London í gær að því er fram kemur í Daily Telegraph. Blaðið segir fjárfesta hrædda við að þeir lokist inn í netbólu sem sé að springa. Verðfallið kom í kjölfar hruns á Nasdaq í fyrradag. Það verðfall hélt áfram í gær.

Leiðarar

Blekkingarleikur í skjóli Alþjóða­mála­stofnunar

Þorsteinn Pálsson sat í viðræðu­nefnd Íslands við Evrópu­sambandið að ósk Össurar Skarphéðinssonar utanríkis­ráðherra. Nefndin átti að ljúka störfum á 18 mánuðum og síðan skyldi niðurstaða hennar lögð fyrir þjóðina.

Í pottinum

Áhyggjur Bjartrar Framtíðar og Samfylkingar

Vangaveltur um stofnun aðildarsinnað flokks á hægri væng stjórnmálanna valda meiri áhyggjum í Bjartri Framtíð og Samfylkingu en Sjálfstæðis­flokknum. Ástæðan er sú að forráðamönnum þessara tveggja flokka er ljóst að slíkur flokkur gæti náð meira fylgi frá þeim en frá Sjálfstæðis­flokknum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS