« 17. apríl |
■ 18. apríl 2014 |
» 19. apríl |
Hvalveiðar: Japansstjórn veitir heimild til veiða í Norðvestur-Kyrrahafi
Ríkisstjórn Japans tilkynnti föstudaginn 18. apríl að hún mundi áfram veita heimildir til „hvalveiða í vísindaskyni“ bæði í Norðvestur-Kyrrahafi og í Suðurhöfum, það er við Suðurskautslandið. Ætlunin er að fækka hvölum sem heimilt verður að veiða og taka á þann hátt mið af niðurstöðu Alþjóðadómstóls...
Krafist afsagnar Schulz ESB-þingforseta oddvita sósíalista
Meirihluti þingmanna á ESB-þinginu lýsti þeirri skoðun miðvikudaginn 16. apríl að Martin Schulz, forseti ESB-þingsins, yrði að gera grein fyrir hvernig hann ætlaði að leiða kosningabaráttu sósíalista í ESB-þingkosningunum og jafnframt að sinna skyldum sínum sem forseti ESB-þingsins. Alls samþykktu ...
Úkraína: „Við erum hvorki Moskva eða Kiev. Þeir stjórna okkur ekki“
Í morgun, föstudagsmorgun voru engar vísbendingar um að aðskilnaðarsinnar, hlynntir Rússum hygðust yfirgefa byggingar í austurhluta Úkraínu, sem þeir hafa tekið á sitt vald. Þeir segja þvert á móti við fréttamenn að þeir ætli ekki að fara fyrr en þjóðaratkvæðagreiðsla um stöðu austurhlutans hafi farið fram. Einn þeirra sagði: "Við erum hvorki Moskva eða Kiev. Þeir stjórna okkur ekki.
Rasmussen var með hljóðnema í barminu í einkasamtali við Pútín
Anders Fogh Rasmussen var með hljóðnema á sér þegar hann ræddi við Vladimír Pútín á árinu 2002. Hann gegndi þá formennsku í ráðherraráði ESB sem forsætisráðherra Dana og var unnið að gerð heimildarmyndar um hann að því tilefni. Eftir sameiginlegan blaðamannafund í Brussel um stækkun ESB til austurs...
Verðhjöðnun gengin í garð í Svíþjóð-vísitala neyzluvöruverðs lækkaði um 0,4% í marz
Verðhjöðnun er gengin í garð í Svíþjóð, sem er þar með fyrsta ríkið í norðurhluta Evrópu, þar sem það gerist að sögn Daily Telegraph. Vísitala neyzluvöruverðs lækkaði um 0,4% í marz miðað við sama mánuð fyrir ári. Þetta kom stjórnvöldum á óvart og hefur framkallað kröfur um aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að Svíþjóð lendi í sama fari og Japan.
Úkraína: Gott svo langt sem það nær
Það takmarkaða samkomulag sem gert var um málefni Úkraínu í Genf í gær er gott svo langt sem það nær. En að fenginni reynslu er rétt að spara stóru orðin um það. Og augljóst af yfirlýsingum bandarískra ráðamanna að þeir hafa fyrirvara á því og vilja sjá hvort Rússar standi við sitt. Ástandið í Úkraínu hefur verið á þann veg síðustu daga að það hefur verið stutt í að allt færi í bál og brand.
Er ósk um sérlausn fyrir MP-banka í smíðum?
Á vefsíðu Viðskiptablaðsins, vb.is, birtist föstudaginn 18. apríl undir fyrirsögninni: „Kaldhæðnisleg gagnrýni Þorsteins Pálssonar“: „Þorsteinn Pálsson gagnrýnir regluverk ESB þrátt fyrir að styðja aðgöngu Íslands í sambandið. Þorsteinn Pálsson gagnrýndi í ræðu sinni á aðalfundi MP banka áfo...