« 28. apríl |
■ 29. apríl 2014 |
» 30. apríl |
Svalbarði: Jörð til sölu, ótti við að Kínverjar kaupi
Í norska dagblaðinu VG birtist frétt þriðjudaginn 29. apríl um að 217,6 ferkílómetra stóra jörð á Svalbarða, Austre Adventfjord, sé til sölu. Þetta sé ýmsum áhyggjuefni, til dæmis Willy Østreng, fyrrverandi forstöðumanni Fridtjof Nansen Institutts og forseta Norges Vitenskapsakademi for Polarforskni...
Dalai Lama, veraldlegur og andlegur leiðtogi Tíbets, verður í næstu viku í þrjá daga í Osló í boði Nóbelsnefndarinnar, Tíbet-nefndar og Karma Tashi Ling, samfélags búddísta.
Rússar hafa lýst skömm á hendur Bandaríkjunum og ESB fyrir að hafa hert refsiaðgerðir gegn sér. Sergei Rjabkov, vara-utanríkisráðherra Rússland, líkti þeim við „járntjalds“-aðgerðir sem gætu skaðað hátækniiðnað Rússa. Hann sagði við Interfax-fréttastofunni að nýjum refsiaðgerðum stjórnvalda í Washington yrði svarað á „sársaukafullan“ hátt.
Rússar hafa hætt heræfingum við landamæri Úkraínu-hersveitir fluttar til heimastöðva
Rússar hafa lokið heræfingum sínum við landamæri Úkraínu og hersveitir þeirra hafa snúið til stöðva sinna. Varnarmálaráðherra Rússlands skýrði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna frá þessu í símtali að því er fram kemur hjá þýzku fréttastofunni Deutsche-Welle. Rússar segjast hafa fengið tryggingu fyrir því frá stjórnvöldum í Úkraínu að her Úkraínu yrði ekki beitt gegn almennum borgurum.
Sjötugsafmæli Schröders veldur uppnámi
Sjötugsafmæli Gerhards Schröders, fyrrum kanslara Þýzkalands, sem haldið var upp á í Pétursborg í Rússlandi hefur valið uppnámi í Þýzkaland. Birtar hafa verið myndir af Valdimir Pútín, forseta Rússlands, koma í afmælið og af þeim tveimur faðmast. Daily Telegraph segir að þýzk stjórnvöld hafi látið vanþóknun sína í ljós.
Hreinsa ber skjöld Íslands gagnvart ESB
Þingsályktunartillagan um afturköllun ESB-aðildarumsóknarinnar sem utanríkisráðherra lagði fram á alþingi 21. febrúar 2014 liggur enn óafgreidd í utanríkismálanefnd alþingis. Stjórnarandstaðan reyndi að drepa málinu á dreif með á sjötta hundrað ræðum um fundarstjórn forseta alþingis. Hinn 18. febrú...
Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann telji ólíklegt á þessari stundu að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að ESB verði afgreidd á þessu þingi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra segir í sama blaði að hann vilji ljúka málinu á þessu þingi.