Föstudagurinn 23. apríl 2021

Þriðjudagurinn 29. apríl 2014

«
28. apríl

29. apríl 2014
»
30. apríl
Fréttir

Svalbarði: Jörð til sölu, ótti við að Kínverjar kaupi

Í norska dagblaðinu VG birtist frétt þriðjudaginn 29. apríl um að 217,6 ferkílómetra stóra jörð á Svalbarða, Austre Adventfjord, sé til sölu. Þetta sé ýmsum áhyggjuefni, til dæmis Willy Østreng, fyrrverandi forstöðumanni Fridtjof Nansen Institutts og forseta Norges Vitenskapsakademi for Polarforskni...

Dalai Lama væntanlegur til Oslóar - hittir ekki norska ráðherra - Norðmenn sakaðir um undanslátt gagnvart Kínverjum

Dalai Lama, veraldlegur og andlegur leiðtogi Tíbets, verður í næstu viku í þrjá daga í Osló í boði Nóbels­nefndarinnar, Tíbet-nefndar og Karma Tashi Ling, sam­félags búddísta.

Rússar saka Vesturlönd um að reisa nýtt járntjald með refsiaðgerðum sínum - ESB beinir refisvendi að rússneskum herforingjum - Rússar kalla her til heimastöðva

Rússar hafa lýst skömm á hendur Bandaríkjunum og ESB fyrir að hafa hert refsiaðgerðir gegn sér. Sergei Rjabkov, vara-utanríkis­ráðherra Rússland, líkti þeim við „járntjalds“-aðgerðir sem gætu skaðað hátækniiðnað Rússa. Hann sagði við Interfax-fréttastofunni að nýjum refsiaðgerðum stjórnvalda í Washington yrði svarað á „sársaukafullan“ hátt.

Rússar hafa hætt heræfingum við landamæri Úkraínu-hersveitir fluttar til heimastöðva

Rússar hafa lokið heræfingum sínum við landamæri Úkraínu og hersveitir þeirra hafa snúið til stöðva sinna. Varnarmála­ráðherra Rússlands skýrði varnarmála­ráðherra Bandaríkjanna frá þessu í símtali að því er fram kemur hjá þýzku fréttastofunni Deutsche-Welle. Rússar segjast hafa fengið tryggingu fyrir því frá stjórnvöldum í Úkraínu að her Úkraínu yrði ekki beitt gegn almennum borgurum.

Sjötugsafmæli Schröders veldur uppnámi

Sjötugsafmæli Gerhards Schröders, fyrrum kanslara Þýzkalands, sem haldið var upp á í Pétursborg í Rússlandi hefur valið uppnámi í Þýzkaland. Birtar hafa verið myndir af Valdimir Pútín, forseta Rússlands, koma í afmælið og af þeim tveimur faðmast. Daily Telegraph segir að þýzk stjórnvöld hafi látið vanþóknun sína í ljós.

Alex Salmond: Verði sjálfstæðu Skotlandi neitað um aðild að ESB verða fiskiskip frá 12 ríkjum útilokuð frá skozkri lögsögu

Alex Salmond, forsætis­ráðherra heima­stjórnar Skota sagði í ræðu hjá College of Europe í Bruges að ef sjálfstæðu Skotlandi yrði hafnað um aðild að Evrópu­sambandinu mundu 12 ríki þess verða útilokuð frá veiðum í skozkri fiskveiðilögsögu.

Leiðarar

Hreinsa ber skjöld Íslands gagnvart ESB

Þingsályktunartillagan um afturköllun ESB-aðildarumsóknarinnar sem utanríkis­ráðherra lagði fram á alþingi 21. febrúar 2014 liggur enn óafgreidd í utanríkis­mála­nefnd alþingis. Stjórnar­andstaðan reyndi að drepa málinu á dreif með á sjötta hundrað ræðum um fundar­stjórn forseta alþingis. Hinn 18. febrú...

Í pottinum

Alþingi í lausu lofti

Birgir Ármannsson, formaður utanríkis­mála­nefndar Alþingis segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann telji ólíklegt á þessari stundu að þingsályktunartillaga utanríkis­ráðherra um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að ESB verði afgreidd á þessu þingi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkis­ráðherra segir í sama blaði að hann vilji ljúka málinu á þessu þingi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS