Frakkland: Krafist afsagnar dómsmálaráðherrans fyrir að syngja ekki þjóðsönginn
Christiane Taubira, dómsmálaráðherra Frakklands, hafnaði mánudaginn 12. maí kröfum um að hún segði af sér ráðherraembættinu vegna þess að hún hefði ekki sungið franska þjóðsönginn, La Marsaillese, við athöfn laugardaginn 10. maí þegar minnst var afnáms þrælahalds. Síðar sagði hún að það væri eins og...
Grikkland: Hæstiréttur heimilar Gylltri dögun að bjóða fram til ESB-þingsins
. Hæstiréttur Grikklands komst að þeirri niðurstöðu sunnudaginn 11. maí að öfgaflokkurinn Gyllt dögun mætti bjóða fram í ESB-kosningunum sem fram fara 25. maí. Krafa var um að flokknum yrði bannað að bjóða fram enda sæti formaður hans í varðhaldi og biði dóms vegna ákæru um aðild að glæpasamtökum. ...
Umræðurnar um sjálfstæði Skotlands magnast þegar nær dregur þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fer fram eftir fjóra mánuði, 18. september 2014. Á vefsíðunni NORA sem birtir fréttir sem tengjast vestnorrænum þjóðum birtast mánudaginn 12. maí þrjár fréttir sem snúast um áhuga á Hjaltlandi og í Skotlan...
Alaska Dispatch: Úkraínudeilan farin að hafa áhrif á Norðurslóðasamstarf
Úkraínudeilan er farin að hafa áhrif á Norðurslóðasamstarf að því er fram kemur á Alaska Dispatch. Til stóð að hópar bandarískra og rússneskra vísindamanna kæmu saman í Alaska og færu þar um ákveðin svæði og bæru saman bækur sínar. Nú hefur verið fallið frá því vegna þess að utanríkisráðuneytið í Washington dró til baka fjárstuðning, sem gefið hafði verið vilyrði fyrir.
Eru 400 bandarískir málaliðar í Úkraínu?
Þýzka dagblaðið Bild am Sonntag heldur því fram að um 400 málaliðar frá bandarísku einkafyrirtæki Academi9, sem áður hét Blackwater séu virkir í Úkraínu í baráttunni gegn aðskilnaðarsinnum. Blaðið ber fyrir sig heimildir innan þýzku leyniþjónustunnar.
Uppgjöf ríkisstjórnar hefur pólitískar afleiðingar
Pólitísk áhrif þeirrar ákvörðunar stjórnarflokkanna að afgreiða ekki þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu á þessu vori eða í sumarbyrjun verða margvísleg. Í fyrsta lagi ríkir reiði í röðum andstæðinga aðildar Íslands að ESB, sem margir hverjir hafa verið eindregnir stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar.
Er afturköllun aðildarumsóknar „formsatriði“?!
Gunnar Bragi Sveinsson,utanríkisráðherra, segir í Morgunblaðinu í dag, að það sé „formsatriði“ að þingsályktunartillaga hans um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu verði ekki afgreidd á þessu þingi og að hann líti ekki á það sem „ósigur“. Hann segir að "í sumar verði skoðað með ...