Eistland: Alþjóðlegir sérfræðingar vara við öryggisleysi við rafkosningar
Alþjóðlegur hópur sérfræðinga á sviði tölvutækni hvatti þriðjudaginn 13. maí stjórnvöld í Eistlandi til að hætta við rafræna kosningu í ESB-þingkosningunum 25. maí vegna þess að þeir hefðu greint alvarlegan galla í öryggiskerfinu. J. Alex Halderman, bandarískur tölvufræðingur, sagði: „Kosni...
Valdabarátta um menn og völd stofnana hefst í Brussel að loknum ESB-þingkosningum
Fyrir lok þessa mánaðar verður ljóst hvernig þing ESB verður skipað næstu fimm ár. Kosningarnar til þess vekja ekki almennan áhuga en valdabaráttan að kosningunum loknum kann að gera það vegna þess að farið verður inn á nýjar brautir við skipan manna í æðstu embætti Evrópusambandsins.
Bretland: Íhaldsflokkurinn mælist stærstur í fyrsta skipti í rúm 2 ár
Íhaldsflokkurinn í Bretlandi undir forystu Davids Camerons forsætisráðherra mælist nú stærsti flokkur landsins í tveimur könnunum. Þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn mælist stærri en Verkamannaflokkurinn í meira en tvö ár.
Frakkland: Afhending herskipa til Rússa veldur óánægju í Bandaríkjunum
Bandaríkjamenn eru óánægðir með þá ákvörðun Frakka að ætla að afhenda Rússum tvö herskip, sem hafa verið í smíðum í Frakklandi fyrir Rússa. Þeir hafa komið athugasemdum á framfæri við Frakka og segjast munu halda því áfram. Frakkar hafa hins vegar útilokað bann við sölu vopna til Rússlands jafnvel þótt Rússar geri innrás í Úkraínu.
Rússland: Stjórnvöld banna ákveðnum starfshópum að fara úr landi
Rússnesk yfirvöld hafa bannað tilteknum starfsstéttum að fara úr landi. Það á við um lögreglumenn, slökkviliðsmenn, björgunarsveitir og bílstjóra á sjúkrabílum. Tvær skýringar eru gefnar á þessu ferðabanni. Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir upplýsingaleka og í öðru lagi að koma í veg fyrir að þetta fólk verði handtekið.
Það er í samræmi við margt annað sem einkennir stjórnmálaumræður líðandi stundar hér á landi að ESB-málið verði að Þyrnirósu í stað þess að tekið sé af skarið og aðildarumsóknin degin til baka. Augljóst er að aðildarviðræðum verður ekki haldið áfram nema meirihluti verði fyrir því á alþingi að breyta skilyrðum sem sett voru um sjávarútvegsmál í álit meirihluta utanríkismálanefndar alþingis.
Getur túlkun Reuters verið rétt?
Það er athyglisvert að sjá hvernig Reuters-fréttastofan túlkar þá ákvörðun stjórnarflokkanna að afgreiða ekki þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu.