Danmörk: Lars Løkke Rasmussen situr undir ámæli vegna fríðindagreiðslna
Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Danmörku og formaður Venstre-flokksins (mið-hægri flokkur), sætir nú mikilli gagnrýni innan flokksins og utan fyrir að hafa fengið fé úr sjóðum flokksins til fatakaupa og kaupa á flugfarseðlum fyrir fjölskyldu sína.
Helmut Schmidt sakar ESB-framkvæmdastjóra um stórmennskubrjálæði - staðan nú minni á 1914
Helmut Schmidt (95 ára), fyrrverandi kanslari Þýskalands, sagði föstudaginn 16. maí að þráteflið í Úkraínu minnti á aðdraganda fyrri heimsstyrjaldarinnar og ávítaði ESB-embættismenn fyrir að vekja deiluna með „stórmennskubrjálæði“. Schmidt sagði í samtali við fjöldablaðið Bild að sér þætti lítið um...
Úkraína: Poroshenko gæti náð kjöri í fyrri umferð
Nýleg skoðanakönnun í Úkraínu bendir til að Petro Poroshenko kunni að ná kjöri sem forseti Úkraínu í fyrri umferð forsetakosninganna í landinu hinn 25.maí n.k. Í könnun þessari lýstu 33,7% stuðningi við þann frambjóðanda. Yulia Tymoshenko er næst í röðinni með 5,9%. Mestur er stuðningur við Poroshe...
Finnar og Norðmenn auka samstarf á Norðurslóðum
Finnar og Norðmenn eru að auka samstarf sitt á Norðurslóðum að því er fram kemur í frétt á Barents Observer í dag. Sameiginleg landamæri ríkjanna tveggja ná yfir 730 kílómetra fyrir norðan heimskautsbaug. Um þetta sömdu utanríkisráðherrar landanna á fundi í Helsinki sl. miðvikudag.
Alþingi ræður ekki við ESB-málið - hvað gerir forsætisráðherra?
Nýr vinkill í ESB-umræðunum birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 17. maí þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tekur sér fyrir hendur að gefa einstökum setningum í ESB-tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra einkunn og segist sakna þess að alþingi hafi ekki að minnsta kosti...
Nú liggur endanlega fyrir að ekki verður efnt til sumarþings til að afgreiða þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, um afturköllun á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Jafnframt segir forsætisráðherra í Morgunblaðinu í dag, eins og frá er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar að það hafi ekki verið rætt hvort þörf sé á að leggja tillöguna fram í haust.