Miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

Laugardagurinn 17. maí 2014

«
16. maí

17. maí 2014
»
18. maí
Fréttir

Danmörk: Lars Løkke Rasmussen situr undir ámæli vegna fríðinda­greiðslna

Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi stjórnar­andstöðunnar í Danmörku og formaður Venstre-flokksins (mið-hægri flokkur), sætir nú mikilli gagnrýni innan flokksins og utan fyrir að hafa fengið fé úr sjóðum flokksins til fatakaupa og kaupa á flugfarseðlum fyrir fjölskyldu sína.

Helmut Schmidt sakar ESB-framkvæmda­stjóra um stórmennskubrjálæði - staðan nú minni á 1914

Helmut Schmidt (95 ára), fyrrverandi kanslari Þýskalands, sagði föstudaginn 16. maí að þráteflið í Úkraínu minnti á aðdraganda fyrri heimsstyrjaldarinnar og ávítaði ESB-embættismenn fyrir að vekja deiluna með „stórmennskubrjálæði“. Schmidt sagði í samtali við fjöldablaðið Bild að sér þætti lítið um...

Úkraína: Poroshenko gæti náð kjöri í fyrri umferð

Nýleg skoðanakönnun í Úkraínu bendir til að Petro Poroshenko kunni að ná kjöri sem forseti Úkraínu í fyrri umferð forsetakosninganna í landinu hinn 25.maí n.k. Í könnun þessari lýstu 33,7% stuðningi við þann frambjóðanda. Yulia Tymoshenko er næst í röðinni með 5,9%. Mestur er stuðningur við Poroshe...

Finnar og Norðmenn auka samstarf á Norðurslóðum

Finnar og Norðmenn eru að auka samstarf sitt á Norðurslóðum að því er fram kemur í frétt á Barents Observer í dag. Sameiginleg landamæri ríkjanna tveggja ná yfir 730 kílómetra fyrir norðan heimskautsbaug. Um þetta sömdu utanríkis­ráðherrar landanna á fundi í Helsinki sl. miðvikudag.

Sigmundur Davíð: Ekkert verið rætt „hvort þörf sé á“ að leggja tillögu utanríkis­ráðherra aftur fram á haustþingi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis­ráðherra, segir í Morgunblaðinu í dag að það hafi ekki verið rætt sérstaklega „hvort þörf sé á því“ að leggja þingsályktunartillögu utanríkis­ráðherra um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópu­sambandinu til baka aftur fram á haustþingi.

Leiðarar

Alþingi ræður ekki við ESB-málið - hvað gerir forsætis­ráðherra?

Nýr vinkill í ESB-umræðunum birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 17. maí þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis­ráðherra tekur sér fyrir hendur að gefa einstökum setningum í ESB-tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkis­ráðherra einkunn og segist sakna þess að alþingi hafi ekki að minnsta kosti...

Í pottinum

Hvað segir Gunnar Bragi?

Nú liggur endanlega fyrir að ekki verður efnt til sumarþings til að afgreiða þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkis­ráðherra, um afturköllun á aðildarumsókn Íslands að Evrópu­sambandinu. Jafnframt segir forsætis­ráðherra í Morgunblaðinu í dag, eins og frá er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar að það hafi ekki verið rætt hvort þörf sé á að leggja tillöguna fram í haust.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS