Vaxandi átök framundan á Evrópuþinginu um meginstefnu
Úrslit kosninga til Evrópuþingsins eiga að liggja fyrir í kvöld, sunnudagskvöld. Þær vísbendingar sem fram eru komnar eru misvísandi. Frelsisflokkurinn í Hollandi, sem er yzt til hægri hefur tapað fylgi, ef marka má útgönguspár.
Hjaðningavíg innan stjórnarflokkanna í kjölfar kosninga?
Verði umtalsverðar breytingar á stöðu flokka í sveitarstjórnarkosningum hefur það alltaf áhrif á landsvísu. Skýrasta dæmið um það eru úrslit borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík 1978, þegar Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihluta sínum í borginni eftir að hafa haft hann frá upphafi. Þær kosningar mörkuðu ákveðin þáttaskil.