Sunnudagurinn 14. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 27. maí 2014

«
26. maí

27. maí 2014
»
28. maí
Pistlar

Öfga­flokkar eða ögrun við pólitíska yfirstétt?

Úrslit kosninganna til Evrópu­þings hafa valdið miklu umróti eins og búast mátti við. Eitt af því sem helzt hefur einkennt viðbrögð við úrslitunum er að hin pólitíska yfirstétt í Evrópu lýsir miklum áhyggjum yfir framgangi flokka yzt á hægri kantinum og kallar þá ýmist öfga­flokka eða samsafn kynþáttahatara. Þetta á bæði við um umræður hér og annars staðar. Þetta er þó ekki allt á einn veg.

Í pottinum

Oflæti og ofstjórn við skipulag í Borgartúni

Hún er dálítið sérkennileg fréttin sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 27. maí um ótta íbúa í Borgartúni 30a og 30b vegna áforma um nýbyggingu á lóðinni 28a. Húsið eigi að hækka og breyta að meginhluta í íbúðarhús í stað þess að hýsa verslun eða skrifstofur eins og gert sé ráð fyrir í skipulagi...

Hvar fer kosningabaráttan í Reykjavík fram?

Kosningabaráttan í Reykjavík er skrýtin. Hún virðist ekki snúast um neitt. Það er eins og ekkert eitt mál hafi náð athygli íbúa höfuðborgarinnar. Jafnvel ekki framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hvað getur valdið? Fer kosningabaráttan fram annars staðar en áður? Á hinum nýju samskiptamiðlum? Það er ekki að sjá.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS