« 24. nóvember |
■ 25. nóvember 2014 |
» 26. nóvember |
Brottför Breta úr ESB þýðir þýzk yfirráð á meginlandinu
Samskipti Evrópuríkja eru smátt og smátt að falla í sama farveg og einkennt hefur þau í nokkrar síðustu aldir - átök og illdeilur. Munurinn er sá að nú fara þessi átök að verulegu leyti fram innan Evrópusambandsins en ekki á vígvöllum og á því er auðvitað mikill munur. Hér á landi hefur umbrotuim í Bretlandi vegna aðildar landsins að ESB verið sýndur takmarkaður áhugi.
Aðdáun á Pútín birtist í ýmsum myndum meðal evrópskra ráðamanna
Hér hefur verið vakin athygli á að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og stefna hans nýtur stuðnings meðal ýmissa innan Evrópusambandsins. Meðal stuðningsmanna hans er Miloš Zeman (70 ára), forseti Tékklands, sem nýlega vakti hneykslan vegna fúkyrða sinna í útvarpsviðtali um Pussy Riot, punk-hljómsveitina sem mótmælti Pútín.
Fjármálaráðherra Rússa: Árlegt tap vegna olíuverðslækkunar og refsiaðgerða 140 milljarðar dollara
Pútín, forseti Rússlands, hefur talað mannalega að undanförnu um efnahagslega stöðu Rússlands, en fjármálaráðherra hans, Anton Siluanov, virðist annarrar skoðunar. Hann sagði í ræðu í Moskvu í gær að sögn Daily Telegraph, að Rússar væru að tapa 90-100 milljörðum dollara á ársgrundvelli vegna lækkunar olíuverðs og að refsiaðgerðir Vesturlanda kosti þá 40 milljarða dollara árlega.