« 30. desember |
■ 31. desember 2014 |
» 1. janúar |
Danmörk: Nýársávarp drottningar færist nær þjóðinni
Athugun danskra sérfræðinga leiðir í ljós að Margrét Danadrottning hefur dregið úr notkun orðsins Danmörk í nýársávarpi sínu og notar þess í stað meira orðið „samfund“ eða samfélag. Þessi breyting hefur orðið á síðasta áratug, áður var Danmörk það orð sem oftast kom fyrir í ávarpi drottningar.
Schauble sendir Grikkjum aðvörun
Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands, áminnti Grikki í fyrradag, mánudag, um að þeir yrðu að standa við gerða samninga við lánardrottna sína á alþjóða vettvangi um aðhald, hverjir svo sem komi að stjórn Grikklands í kjölfar þingkosninga síðari hluta janúarmánaðar. Schauble segir að aðhaldsstefnan sé byrjuð að skila árangri og enginn annar kostur sé til staðar.