Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
31. mar Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja
31. mar Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...
Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf
31. mar „Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.
30. mar Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrirgreiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...
Reuters: Bankar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fækkað starfsmönnum um 160 þúsund á tveimur árum
30. mar Tuttugu og fjórir stærstu bankar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fækkað starfsfólki um 160 þúsund manns á síðustu tveimur árum að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtals fækkuðu þessir bankar starfsmönnum sínum um 59 þúsund á síðasta ári.
Sumartími í ESB-ríkjum: Frakkar ætla að kanna hagkvæmni breytinga á klukkunni
29. mar Franska ríkisstjórnin ætlar að gera úttekt á gildi þess að taka upp sumartíma og flýta klukkunni um eina stund eins og gert var í löndum ESB aðfaranótt sunnudags 29. mars, síðasta sunnudags í mars. Ségolène Royal. umhverfisráðherra Frakka, boðaði þetta á Twitter-síðu sinni síðdegis laugardaginn 27. ...
Alvarleg bankakreppa skollin á í Andorra-sögð minna á Ísland og Kýpur
29. mar Alvarleg bankakreppa er komin upp í Andorra. Bankarnir í furstadæminu hafa 17 sinnum meiri fjármuni í sinni umsjá en nemur vergri landsframleiðslu Andorra á ári. Í tilviki Íslands var talið að þetta hlutfall hafi verið tíu sinnum verg landsframleiðsla Íslands. Andorra er ekki aðili að ESB eða evrusvæðinu en notast við evruna á óformlegum grundveli að sögn Daily Telegraph.
Bild: Varoufakis er á förum sem fjármálaráðherra - ráðherrann segir þetta úr lausu lofti gripið
28. mar Þýska blaðið Bild sagði frá því föstudaginn 27. mars að Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, íhugaði afsögn sína. Ráðherrann brást fljótt við og sagði á Twitter-síðu sinni að þetta væri tal úr lausu lofti gripið – orðrómur færi alltaf af stað þegar til tíðinda drægi í skuldaviðræðum og vær...
Grikkir hafa lagt fram umbótatillögur -sérfræðingar ræða þær um helgina
28. mar Grísk stjórnvöld lögðu lokahönd á umbótatillögur sínar í gær, þ.e.tillögur, sem eiga að greiða fyrir frekari greiðslum til þeirra frá lánardrottnum. Í dag.laugardag, setjast sérfræðingar frá báðum aðilum yfir þessar tillögur, fjalla um þær um helgina og undirbúa tillögur til fjármálaráðherra evrurí...
Danmörk: Mærsk Mc-Kinney Møller skilar milljörðum í sveitarsjóðinn í Gentofte
27. mar Mærsk Mc-Kinney Møller útgerðarmaður bjó á Mosehøjvej 4C í Charlottenlund í norðurhluta sveitarfélagsins Gentofte á Norður-Sjálandi í Danmörku. Hann var árum saman hæsti skattgreiðandi sveitarfélagsins og lagði árlega 130 til 150 danskar krónur 2,5 til 3 milljarða ísl. kr. til sveitarsjóðsins. Í næsta mánuði mun Gentofte fá 1,5 milljarð danskra króna, 30 milljarða ísl.
Pútín: Vesturlönd reyna að þrengja að Rússum og ýta undir óróa innanlands
27. mar Vladimir Pútín, forseti Rússlands, flutti ræðu í gær á fundi rússnesku leyniþjónustunnar (FSB), þar sem hann sagði að Vesturlönd væru að þrengja að Rússlandi og ýta undir óróa innanlands. Hann sagði að þau notuðu allt vopnabúr sitt til að halda Rússlandi í skefjum. Þar kæmi til viðleitni til að einangra Rússa pólitískt, efnahagslegur þrýstingur, meiri háttar upplýsingastríð og sérstakar aðgerðir.
Fríverslunarviðræður ESB og Bandaríkjanna dragast á langinn
26. mar Utanríkisráðherra Lettlands, Edgars Rinkevics, skýrði frá því miðvikudaginn 25. mars að ekki næðist að ljúka fríverslunarviðræðum fulltrúa Evrópusambandsins og Bandaríkjanna á þessu ári eins og að hefði verið stefnt. Utanríkisráðherrann sem nú situr í forsæti ráðherraráðs ESB sagði að hvorki undir ...
Öryggisráð Rússlands: Bandaríkin leita leiða til að koma af stað flauelsbyltingu í Rússlandi
26. mar Öryggisráð Rússlands varaði við því í gær að Bandaríkjamenn kynnu að leita leiða til að koma af stað byltingu í Rússlandi. Á vefsíðu þess birtist tilkynning þar sem segir að ný stefna í öryggismálum Bandaríkjanna, sem kynnt var í síðasta mánuði einkennist af augljósum and-rússneskum viðhorfum.
25. mar Benedicte Bjørnland, yfirmaður PST, norsku öryggislögreglunnar, flutti erindi hjá samtökunum Militære Samfund í Osló mánudaginn 23. mars. Þar kom fram að Rússar beini njósnastarfsemi sinni í Noregi að olíu- og orkuvinnslu. Hún segir við Aftenposten að stórveldin verji gífurlegum fjármunum til njósn...
Grikkland: Nú þarf Tsipras að sannfæra eigin flokksmenn um réttmæti væntanlegra aðgerða
25. mar Næsta verkefni Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, verður að tryggja stuðning eigin flokks við þær umbótaaðgerðir, sem grísk stjórnvöld munu kynna fyrir lánardrottnum sínum öðru hvoru megin við næstu helgi.
Berlín: Tsipras setti fram kröfur um stríðsskaðabætur með Merkel við hlið sér
24. mar Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, notaði að sögn brezka blaðsins Guardian tækifærið á blaðamannafundi í Berlín í gær, þar sem Angela Merkel stóð við hlið hans til að krefjast stríðsskaðabóta frá Þjóðverjum. Þetta snýst ekki um peninga. Þetta snýst um siðferði, sagði Tsipras. Sagt er að þetta sé í fyrsta sinn sem slík krafa er sett fram í Berlín.
Tsipras til Berlínar - Segir í bréfi að Grikkir geti ekki endurgreitt án aðstoðar
23. mar Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands kemur í heimsókn til Berlínar í dag til viðræðna við Angelu Merkel. Í bréfi sem hann sendi til Berlínar í síðustu viku segir Tsipras, að Grikkir geti ekki endurgreitt skuldir á yfirvofandi gjalddögum nema með aðstoð frá lánadrottnum sínum. Bréfið er birt í Financial Times í dag.
22. mar Ef marka má nokkrar útgönguspár í Frakklandi eftir fyrri umferð kosninga til sýslustjórna sunnudaginn 22. mars eru UMP-flokkurinn undir forystu Nicolas Sarkozyz, fyrrv, forseta, og bandamenn hans sigurvegarar með 29 til 32% atkvæða. Þá benda spárnar til þess að Þjóðfylkingin undir forystu Marine Le ...
22. mar Dönum brá í brún laugardaginn 21. mars þegar Mikhail Vanin, sendiherra Rússlands í Kaupmannahöfn, boðaði í Jyllands-Posten að dönsk herskip kynnu að verða skotmörk rússneskra kjarnorkuflauga ef Danir tækju þátt í eldflaugavörnum NATO. Viðbrögðin við hótuninni hafa verið hörð hjá stjórnmálamönnum og ...
Pútín vill gjaldmiðilsbandalag með Hvíta-Rússlandi og Kazakhstan
22. mar Pútín, Rússlandsforseti lagði til í fyrradag, föstudag, að Rússland, Hvíta-Rússland og Kazakhstan myndi með sér gjaldmiðilsbandalag en þessi ríki eru aðilar að Evrasíska efnahagsbandalaginu (EEU). Tillagan kom fram á fundi forseta þessara þriggja ríkja. Að sögn Moskvutíðinda (The Moscow Times) s...
21. mar Mario Monti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sem borinn var lofi fyrir að bjarga Ítölum af barmi hengiflugsins eftir stjórnarár Slivios Berlusconis, segir við The Daily Telegraph (DT) laugardaginn 21. mars að Frakkland sé nú „hið mikla vandamál“ Evrópusambandsins. Andúð á Brusselvaldinu og vaxa...
Frakkland: Tillaga um lágmarksþyngd sýningarstúlkna felld í þingnefnd
21. mar Franska þingið hefur fellt tillögu um að lögbinda lágmarksþyngd sýningarstúlkna. Þingmaður sósíalista, Olivier Véran, taugasérfræðingur, flutti tillöguna til breytinga á frumvarpi um ný heilbrigðislög. Marisol Touraine heilbrigðisráðherra studdi breytingartillöguna. „Ég tel að sýningarstúlkur eigi að borða vel og hugsa um heilsuna.
Fundurinn í Brussel: Draghi tók Tsipras í gegn-Merkel róaði gríska forsætisráðherrann
21. mar Fundur Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í fyrrakvöld, fimmtudagskvöld, með helztu leiðtogum ESB og stofnana þess var sviptingasamari en fram kom í fyrstu fréttum af fundinum. Guardian segir að í upphafi fundarins hafi Tsipras sagt öðrum fundarmönnum að hann vænti þess að fá þá peninga, sem Grikkir þyrftu á að halda án þess að mikið kæmi á móti.
Frakkland: Víðtækar heimildir veittar til hlerana, eftirfarar og njósna vegna hættu af hryðjuverkum
20. mar Manuel Valls, forsætisráðherra Frakka, kynnti fimmtudaginn 19. mars nýjar reglur um heimild yfirvalda til að hlera síma og netsamskipti. Sagði hann gildistöku þeirra nauðsynlega vegna þess að þjóðin hefði aldrei fyrr staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn frá hryðjuverkamönnum. „Af því að okkur er oft...
Grikkland: Leiðtogar ESB krefjast lista yfir aðgerðir til umbóta
20. mar Helztu leiðtogar ESB-ríkja kröfðust þess á fundi með Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands á rúmlega þriggja klukkutíma fundi seint í gærkvöldi, að Grikkir legðu fram nýjan lista yfir umbætur, sem þeir hyggist koma á ella mundu þeir engar greiðslur fá af nýjum áfangagreiðslum, sem þeir eiga kost á skv. fyrri samningum.
19. mar Langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af TU-95MS gerð sem geta borið kjarnorkuvopn hófu fimmtudaginn 19. mars þátttöku í hinum víðtæku heræfingum á norðurslóöum sem teygja sig frá Norður-Íshafi út á Noregshaf milli Íslands og Noregs. Sputnik-fréttastofan hefur eftir rússneska varnarmálaráðune...
Frankfurt: Mótmælin héldu áfram síðdegis með fjölmennum útifundi
19. mar Í kjölfar mótmælanna við nýbyggingu Seðlabanka Evrópu í Frankfurt í gærmorgun, sem sagt hefur verið frá hér á Evrópuvaktinni, efndu mótmælendur til friðsamlegs mótmælafundar á Römerberg-torgi síðdegis í gær.
Efnahagsmálastjóri ESB útilokar ekki evruna án Grikkja - stendur með Þjóðverjum
18. mar Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri ESB, segir í Die Welt miðvikudaginn 18. mars: „Við höldum ekki Grikklandi á evru-svæðinu fyrir hvaða verð sem er heldur með ströngum skilyrðum sem báðir aðilar samþykkja.“ Skipar Moscovici sér með þessum orðum í hóp með Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskala...
Mario Draghi segir ósanngjarnt að ráðast á Seðlabanka evrunnar vegna niðurskurðar og aðhalds
18. mar Mario Draghi, forseti bankastjórnar Seðlabanka evrunnar (SE), sagði miðvikudaginn 18. mars að það væri „ósanngjarnt“ að segja bankann helstu uppsprettu niðurskurðar og aðhalds í Evrópu eins og mótmælendur sem hafa ráðist að nýjum höfuðstöðvum bankans gera. Við athöfn í tilefni þess að bankinn er að...
Mótmæli við nýbyggingu SE í Frankfurt: Kveikt í bílum, dekkjum og öskutunnum
18. mar Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman við nýbyggingu Seðlabanka Evrópu í Frankfurt í morgun og lentu þar í átökum við lögreglu. Til stóð að Mario Draghi, opnaði bygginguna kl.
Reuters: Þungamiðja evrópsks framleiðsluiðnaðar hefur færzt til austurs
17. mar Þungamiðja framleiðsluiðnaðar í Evrópu hefur færst frá vestri til austurs á aldarfjórðungi. Um það leyti sem Berlínarmúrinn féll teygði hún sig frá Bretlandi yfir til Hollands og Belgíu, Vestur-Þýzkalands og Sviss. Nú, rúmum 25 árum síðar er þessa þungamiðju að finna í Þýzkalandi og hún teygir sig til Póllands og Ungverjalands, Tékklands, Slóvakíu, Austurríkis og Rúmeníu.
16. mar Vladimír Pútin Rússlandsforesti birtist að nýju opinberlega í fyrsta sinn mánudaginn 16. mars eftir að ekkert hafði frést af honum frá 5. mars. Hann hitti Almazbek Atambajev, forseta Kyrgyszstan, á fundi í St. Pétursborg. Þegar hann var spurður um heilsu sína sagði Pútín „allt er leiðinlegra án sögu...
Alexis Tsipras: Aðhaldspólitíkin hefur mistekizt, ekki bara í Grikklandi, heldur allri Evrópu
16. mar Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands segir að Grikkir muni ekki taka upp aðhaldspólitík á ný. Lykillinn að heiðarlegri málamiðlun sé að lánardrottnar horfist í augu við að aðhaldspólitíkin hafi mistekist, ekki bara í Grikklandi heldur í allri Evrópu. Þetta kemur fram í samtali gríska forsætisráðherrans í dag við gríska dagblaðið Ethnos.
Gríski varnarmálaráðherrann: Fari Grikkir úr evrunni sigla Spánverjar og Ítalir í kjölfarið
15. mar Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, sagði við þýska blaðið Bild laugardaginn 14. mars að yfirgæfu Grikkir evru-svæðið mundu Ítalir og Spánverjar sigla í kjölfarið og síðan Þjóðverjar þega fram liðu stundir. Varnarmálaráðherrann sagði: „Splundrist Grikkland verða Spánn og Ítalía næs...
15. mar Aðalritstjóri þýzku fréttastofunnar Deutsche-Welle. Alexander Kudascheff, segir í grein á vefsíðu fréttastofunnar að innan Evrópusambandsins ríki eitrað andrúmsloft, milli Berlínar og Aþenu, milli Aþenu og Seðlabanka Evrópu og milli Grikkja og annarra evruríkja. Evrópusambandið sé að hrekjast inn í alvarlega krísu, ef hún sé þá ekki skollin á.
Mosvka logar í kjaftasögum vegna fjarveru Pútíns - sagður veikur eða hjá ástkonu í Sviss
14. mar Spurningin um hvers vegna Vladimír Pútín Rússlandsforseti sjáist hvergi og hafi hvergi birst opinberlega í rúma viku er meðal höfuðfrétta í The New York Times (NYT) laugardaginn 14. mars. Forsetinn aflýsti í skyndi ferð til Kazakhstan og frestaði undiritun samnings við fulltrúa Suður-Ossetíu sem var...
Upplýsingafulltrúi stækkunardeildar ESB: Svona bréf dugar ekki til að draga umsóknina til baka
14. mar Í Morgunblaðinu í dag segir Anca Paduraru, upplýsingafulltrúi hjá stækkunardeild ESB „það ekki leiða af bréfi Gunnars Braga að Ísland verði tekið af lista yfir umsóknarríki. Sé það vilji ríkisstjórnarinnar að umsóknin verði dregin til baka þurfi ríkisstjórnin að senda ráðherraráði ESB bréf. Ráðið muni svo taka afstöðu til slíkrar beiðni.“
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...