Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Ný stjórnar­ráðslög knýja enn á um afsögn Jóhanna - fer síðast með fleipur um vísindaveiðar á hvölum


19. september 2011 klukkan 17:05

Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu um hin nýsamþykktu stjórnarráðslög. Þar segir meðal annars:

„Hlutverk og skylda forsætisráðherra til að hafa frumkvæði að samhæfingu starfa á milli ráðherra ef á þarf að halda fest í lög. Jafnframt er kveðið á um hlutverk forsætisráðherra og forsætisráðuneytisins í tengslum við gerð ýmissa leiðbeininga og setningu reglna til að samhæfa og samræma störf ráðuneyta.“

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg.

Að þessu samþykktu er enn brýnna en áður að Jóhanna Sigurðardóttir hætti sem forsætisráðherra. Hún er óhæf til að gegna embættinu af mörgum ástæðum. Undanfarnar vikur hefur þetta skýrst enn betur en áður í samtölum við fréttamenn. Annaðhvort er tilgangur Jóhönnu að stunda vísvitandi blekkingar í þessum samtölum eða hún hefur ekki minnstu hugmynd um hvað snýr upp eða niður í mikilvægum málaflokkum.

Hinn 30. ágúst var vakin athygli hér á síðunni að Jóhanna Sigurðardóttir tók upp hanskann fyrir Össur Skarphéðinsson vegna hernaðaríhlutunar NATO í Líbíu með þessum orðum í sjónvarpsviðtali:

„Mér finnst það nú bara alveg óskiljanlegt vegna þess að utanríkisráðherra hefur í alla staði staðið vel að þessu máli og ég tek undir hans málflutning sem er kórréttur. Hann fór fullkomlega að ályktun Alþingis í þessu máli og þetta mál hefur verið í ríkisstjórn þannig að þessi ályktun VG er alveg óskiljanleg.“

Vandinn við þessi orð Jóhönnu er sá að alþingi hefur aldrei samþykkt neina ályktun um aðild Íslands að hernaðaríhlutun NATO í Líbíu.

Ólafur Ragnar Grímsson var stóryrtur í RÚV 4. september gegn þeim stóðu að Icesave-samningunum, fyrrverandi samflokksmönnum sínum og samstarfsmönnum: Svavari Gestssyni og Steingrími J. Sigfússyni. Hann taldi það hafa verið hina mestu fásinnu að semja um Icesave eins og þeir gerðu.

Um viku síðar lét Jóhanna Sigurðardóttir svo lítið að ræða þessa árás forseta á ríkisstjórn hennar í RÚV. Jóhanna sagði alveg ljóst að með orðum sínum væri forseti að vega mjög ómaklega að ríkisstjórninni, „ef þetta er haft rétt eftir forseta“.

Vandi Jóhönnu er sá að ekkert var haft eftir forseta Íslands heldur talaði hann beint til hlustenda þegar hann skóf ekki utan af hlutunum.

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að árétta andstöðu sína við hvalveiðar Íslendinga og ætlar að beita „diplómatískum þvingunum“ gagnvart íslenskum stjórnvöldum til að vinna að markmiðum sínum.

Jónas Margeir Ingólfsson, fréttamaður á Stöð 2, ræddi tilkynningu Bandaríkjastjórnar við Jóhönnu í Alþingishússgarðinum og var viðtalinu sjónvarpað 18. september. Jóhanna sló úr og í, sagði þetta „symbólska“ aðgerð Bandaríkjamanna sem fæli ekki í sér viðskiptaþvinganir, skipti þess vegna kannski ekki svo miklu. Hún sagðist þó „mjög óánægð“, „afar ósátt“ og þetta væri „mjög ósanngjarnt“ og síðan hafði Jónas Margeir eftir henni sérstaklega vegna þess að hér á landi stunduðu menn einungis vísindaveiðar á hvölum.

Vandi Jóhönnu í þessu máli er sá að vísindaveiðum á hval lauk hér við land árið 2007. Veiðar á langreyði hófust í atvinnuskyni haustið 2006 og sama ár hófust veiðar á hrefnu í atvinnuskyni. Í janúar 2009 voru gefin út leyfi til að veiða hrefnu í atvinnuskyni fram til ársins 2013. Þá var skipum sem sérútbúin eru til veiða á stórhvölum er heimilt að taka þátt í veiðum á langreyði árin 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013.

Hér hafa verið nefnd tvö dæmi um mikilvæg alþjóðleg samskipti Íslendinga við aðrar þjóðir þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer með rangt mál. Þá hefur einnig verið bent á að Jóhanna leitast við að skjóta sér undan að eiga orðastað við forseta Íslands í skjóli þess að ekki hafi verið rétt eftir honum haft þegar hann skammaði ríkisstjórnina milliliðalaust í RÚV.

Að nokkru þjóðþingi detti í hug að samþykkja breytingar á stjórnarráðslögum sem færa forsætisráðherra aukin völd þegar fyrir situr við völd forsætisráðherra sem hefur engan veginn vald á embættinu er sögulegt og pólitískt stórslys. Ber að harma að stjórnarandstaðan skuli ekki hafa beitt málþófsvaldinu til þrautar til að hindra þessi ósköp. Enn skal lýst ábyrgð á hendur þingflokki Samfylkingarinnar fyrir að tryggja Jóhönnu völdin. Þá er ástæða til að lýsa undrun yfir því að Samfylkingin telji sér sæma að Jóhanna sé sjálfkjörinn formaður flokksins til næstu ára.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS