Jóhanna Sigurðardóttir flutti ræðu í anda Jóhanns Haukssonar, nýs upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar laugardaginn 28. ágúst. Jóhann boðaði í RÚV fimmtudaginn 26. janúar að sameina yrði ríkisstjórnarflokkanna til að koma í veg fyrir valdatöku Sjálfstæðisflokksins. Hann liti á það sem hlutverk sitt sem opinbers starfsmanns að vinna að þessum markmiðum.
Þungamiðjan í ræðu Jóhönnu snerist um heift í garð Sjálfstæðisflokksins. Þungamiðja hennar voru þessi varnaðar- og baráttuorð:
„Látum ekki íhaldið reka fleig (svo!) í okkar raðir. Tilgangurinn er auðvitað sá að kalla fram kosningar sem fyrst og koma í veg fyrir að grundvallar atriðin í stefnu okkar jafnaðarmanna um breytt fiskveiðistjórnarkerfi, breytta stjórnarskrá og auðlindastefnu í þágu þjóðarinnar verði að veruleika- og þeir geti þar ráðið ferðinni í þágu sinna sérhagsmuna.
Velkjumst aldrei í vafa um það að nú er unnið leynt og ljóst víða í þjóðfélaginu að koma íhaldinu aftur til valda áður en við jafnaðarmenn náum þessum stóru baráttumálum í höfn. Baráttan um Ísland – hið nýja Ísland og framtíðina er nú í algleymingi.
Valda og varnabandalög sérhagsmuna munu ekki meðan ég fæ einhverju ráðið stoppa okkur - Þar ætlum við að sigra.
Eina leið þessara afla til að koma í veg fyrir að við ljúkum ætlunarverki okkar, er að kljúfa okkar eigin raðir og ala á úlfúð og sundrungu.
Heitum því góðir félagar að það muni ekki takast.“
Stóru baráttumálin sem Jóhanna nefnir eru þrjú: ESB-aðildarviðræðurnar, stjórn fiskveiða og stjórnarskráin. Jóhanna lítur á það sem sérstakt hlutverk sitt og jafnaðarmanna að leiða þessi mál til lykta fyrir kosningar í apríl 2013.
Eftir að tillaga um að boðaður yrði aukalandsfundur til að kjósa nýja forystu Samfylkingarinnar hafði verið dregin til baka tilkynnti Jóhanna að hún íhugaði að bjóða sig að nýju fram til formennsku á landsfundi fyrir þingkosningarnar 2013 og leiða flokkinn í gegnum þær. Þeir sem standa að Jóhönnu innan flokksins vita að þeir yrðu eins og fiskar á þurru landi segðist hún ætla að hætta sem formaður á næsta ári.
Ræða Jóhönnu, ráðning Jóhanns Haukssonar og illskeytt skrif um Sjálfstæðisflokkinn formann hans og fyrrverandi forystumenn staðfesta að þeir sem leggja línur fyrir Jóhönnu og skrifa ræður hennar búi sig nú undir að efnt verði til kosninga fyrr en síðar.
Reiði Jóhönnu í garð Sjálfstæðisflokksins stafar öðrum þræði af því að Bjarni Benediktsson flokksformaður flutti tillögu um afturköllun ákærunnar gegn Geir H. Haarde. Jóhanna vildi koma í veg fyrir umræður um tillöguna á þingi en varð undir í atkvæðagreiðslu um frávísun tillögunnar. Umræður um tillöguna hafa síðan leitt í ljós að andmæli Jóhanna vegna hennar eiga ekki við nein rök að styðjast.
Tillagan og afgreiðsla hennar hafa leitt í ljós meiri sundrungu í stjórnarflokkunum en áður voru kunn. Til að breiða yfir þau vandræði öll vilja áróðursmeistarar Jóhönnu snúa vörn í sókn og snúa spjótum sínum gegn Sjálfstæðisflokknum.
Meðal sjálfstæðismanna vaxa vangaveltur um hvaða skref flokkur þeirra ætlar að stíga til að svara hinni miklu reiði sem nú er mögnuð gegn Sjálfstæðisflokknum og forystumönnum hans.
Páll Magnússon, útvarpsstjóri ríkisins, er meðal þeirra sem ganga fram fyrir skjöldu í sókn vinstrisinna og beinir hann spjótum sínum að Morgunblaðinu og þó sérstaklega Davíð Oddssyni, ritstjóra blaðsins. Að útvarpsstjóri gerist á þennan hátt virkur þátttakandi í hinni flokkspólitísku baráttu í landinu er einsdæmi. Ýtir málflutningur Páls undir þá skoðun að RÚV vinni markvisst að því undir hans stjórn að framlengja líf ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...
Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf
„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.
Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrirgreiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...