Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Enn afhjúpast tvöfeldni Steingríms J. - orkumála­stjóri segir hann fara með rangt mál um olíuvinnslu


8. janúar 2013 klukkan 20:53

Því fleiri fréttir sem sagðar eru af ákvörðunum ríkisstjórnar Íslands varðandi rannóknir og leit vegna olíu því betur kemur ósannsögli Steingríms J. Sigfússonar, atvinnumála- og nýsköpunarráðherra, vegna málsins í ljós.

Á mbl.is þriðjudaginn 8. janúar er rifjað upp að í Spegli ríkisútvarpsins mánudaginn 7. janúar hafi Steingrímur J. sagt, „að þrátt fyrir sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu væri ekki í hendi að leyfi fyrir frekari vinnslu og borunum fengist“.

Drekasvæðið

Mbl.is ber þessi ummæli ráðherrans undir Guðna A. Jóhannesson orkumálastjóra sem segir „að ef fyrirtækin uppfylli öll skilyrði varðandi umhverfis- og öryggismál eigi ekkert að koma í veg fyrir borunarleyfi, svo framarlega sem olía finnist.“

Í Speglinum 7. janúar sagði Steingrímur J.:

„Þetta er leitar- og rannsóknarþáttur með öllum fyrirvörum af okkar hálfu varðandi umhverfis- og öryggismálin á þessu svæði. Þetta jafngildir ekki ákvörðun um að leyfa boranir eða vinnslu þarna.“

Taldi ráðherrann að fyndist olía þyrfti í framtíðinni að taka ákvörðun um hvort leyfa ætti boranirnar, það væri miklu stærri ákvörðun en rannsóknarleyfin. Hvert og eitt skref færi í umhverfismat og ákvörðunin lægi langt inni í framtíðinni.

Á mbl. kemur fram að orkumálastjóri telji aftur á móti að ekki sé hægt að neita fyrirtækjum sem fengið hafa rannsóknar- og vinnsluleyfi um frekari boranir ef olía finnist og þau uppfylli öll skilyrði um umhverfis- og öryggismál. Segir hann að huglægt mat sem ekki hafi málefnalegar ástæður gætu hugsanlega skapað skaðabótaskyldu á hendur ríkinu.

Gunnlaugur Jónsson, annar eiganda Kolvetna ehf., sem er á bakvið eina af umsóknunum um sérleyfi, segir í samtali við mbl.is að ekki sé hægt að taka réttinn af mönnum núna til að vinna olíu sem hugsanlega finnist. „Stóra hugmyndin með sérleyfinu er að menn hljóta heimild til að vinna olíuna. Það er forsenda þess að farið sé í þetta stig að menn hafi vinnsluleyfi,“ segir Gunnlaugur. Hann telur „ekki hægt sem pólitísk ákvörðun [svo] héðan af að taka af fyrirtækjum réttinn til að vinna olíuna sem þau kunna að finna.“

Eins og bent hefur verið á hér á Evrópuvaktinni er aðferð Steingríms J. í olíumálum hin sama og í ESB-málum. Hann segist standa að allt öðrum ákvörðunum en teknar hafa verið með samþykki hans. Í umsókn að ESB felst pólitísk ákvörðun um að aðild að ESB. Í veitingu sérleyfis til olíuleitar felst pólitísk ákvörðun um rétt leyfishafa til að vinna olíu sem hann finnur. Í báðum þessum málum vill Steingrímur J. ekki kannast við afleiðingar gerða sinna.

Það er með ólíkindum að fréttastofa ríkisútvarpsins flytji fagurgala Steingríms J. um olíumálin eins og um framlag til málefnalegrar umræðu sé að ræða það er álíka frumlegt og trúa fagurgalanum um að Steingrímur J. hafi einhendis bjargað Íslandi frá gjaldþroti.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS