Laugardagurinn 6. mars 2021

Líkindi með François Hollande og Árna Páli Árnasyni


6. maí 2013 klukkan 21:58
Mótmæli gegn François Hollande við Bastillinu 5. maí 2013

Eitt ár er liðið í dag frá því að François Hollande var kjörinn forseti Frakklands og fólk fjölmennti á Bastillutorgið í París með rauða fána, verkamenn, menntamenn og námsmenn með tárin í augun til að fagna endurkomu sósíalista í embætti forseta Frakklands segir Stefan Simon í Der Spiegel og bætir við að nú hafi fólk komið saman að nýju á torginu við Bastilluna, þar hafi staðið fulltrúar Vinstrifylkingarinnar, kommúnistar og aðgerðasinnar til að mótmæla forsetanum.

Sama hvert litið er alls staðar draga fjölmiðlar dökka mynd af stöðu mála í Frakklandi ári eftir að Hollande hlaut kosningu til að taka við af Nicolas Sarkozy. Staðan í Frakklandi einkennist af atvinnuleysi, vonleysi á æðstu stöðum og klofningi í samfélaginu.

Süddeutsche Zeitung segir það til marks um hve illa François Hollande hafi haldið á málum að boðuð hafi verið sala á eðalvíni úr kjallara forsetahallarinnar Elysée. In vino veritas segir blaðið og telur að sannleikurinn um fjárhag franska ríkisins felist í sölu forsetavínsins.

Franska vikublaðið L‘Express kallar Hollande „Monsieur Faible“ herra veikling og breska blaðið The Daily Telegraph notar sömu nafngift til að lýsa stöðu forsetans. Í The Guardian reynir leiðarahöfundur að bera í bætifláka fyrir Hollande með því að segja að ekki sé unnt að dæma feril neins stjórnmálamanns eftir 100 daga og ekki heldur eftir eitt ár. Blaðið telur að Hollande hafi orðið „fórnarlamb eigin velgengni“ með sterkan meirihluta á þingi og mikið vald samkvæmt stjórnarskránni. Hann hafi enga afsökun fyrir að „mistakast“ eins og Barack Obama sem ráði ekki yfir meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. The Guardian segir hins vegar að vandi Frakklandsforseta sé að hann geti ekki tekið ákvarðanir, hann hafi aðeins sýnt hugrekki með innrás í Malí.

Bresku blöðin eru sammála hinum þýsku um að meira sundurlyndi ríki í Frakklandi undir stjórn Hollandes en Sarkozys og þetta sé furðuleg niðurstaða því að Hollande hafi sest í embætti forseta með þau orð á vörunum að hann vildi stuðla að sáttum og draga úr sundrungu sem hafi verið einkenni stjórnarhátta Sarkozys.

Samfylkingin á Íslandi og vinstrisinnar almennt fögðnuðu kjöri François Hollandes fyrir ári og töldu hann fyrirboða um það væri í vændum hér á landi 27. apríl 2013. Þeir reyndust sannspáir, Samfylkingin stendur í svipuðum sporum og franskir sósíalistar, traustið er horfið og einnig fylgið.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS