Þriðjudagurinn 5. júlí 2022

Marta Andreasen, ESB-þingmaður, talar í Valhöll - ESB-aðildarsinni lýsir áhyggjum sínum


31. ágúst 2013 klukkan 00:05

Evrópuvaktin stóð ásamt öðrum að vel sóttum fundi í Háskóla Íslands föstudaginn 30. ágúst þar sem Marta Andreasen, ESB-þingmaður, flutti framsöguræðu og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.

Marta Andreasen

Hingað til lands hafa streymt undanfarin misseri talsmenn ESB í ýmsum gervum og margir þeirra hafa talað í Háskóla Íslands. Það heyrir til undantekninga ef veist er að þessum ræðumönnum persónulega eða reynt að gera lítið úr þeim. Það er almennt talið veikleikamerki í opinberum umræðum að veitast að persónu þess sem í hlut á frekar en ræða það sem hann hefur fram að færa.

Elvar Örn Arason er menntaður í alþjóðasamskiptum og evrópskum stjórnsýslufræðum og hefur að eigin sögn mikinn áhuga á alþjóðlegu samstarfi og samvinnu. Áhugasvið hans eru íslensk stjórnsýsla og stjórnmál, norræn samvinna, Evrópusambandið, hnattvæðing, lýðræði, öryggis- og varnarmál. Elvar Örn er í forystusveit ESB-aðildarsinna á Íslandi og hann kann ekki að meta komu Mörtu Andreasen hingað til lands eins og sjá má af þessum pistli sem hann ritaði á Eyjuna föstudaginn 30. ágúst, daginn sem Marta Andreasen talaði á vegum margra samtaka sem eru andvíg aðild Íslands að ESB.

Elvar Örn sagði:

„Marta Andreasen, Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn og fyrrum endurskoðandi framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, hélt erindi á vegum Heimsýnar í gær [erindið var flutt föstudaginn 30. ágúst að frumkvæði Íslensks Þjóðráðs með aðild ýmissa annarra eins og Evrópuvaktarinnar og Heímssýnar]. Erindið fjallaði um framtíð sambandsins – “The European Union, where is it going?.

Það vekur kannski meiri athygli að Marta verður einnig með fund í Valhöll á vegum utanríksmálnefndar Sjálfstæðisflokksins, sem ber sama heitið og fundur Heimssýnar.

Stutt er síðan að Marta gekk til liðs við breska Íhaldsflokkinn eftir að hún yfirgaf Breska sjálfstæðisflokkinn (UKIP). Nigel Farage, leiðtogi UKIP flokksins, og Marta gátu ekki starfað í saman. Farage lét hafa það eftir sér í viðtali við BBC að reynslan sýndi að ómögulegt væri að starfa með henni.

„Having left the OECD, the European Commision and UKIP in unpleasant circumstances, the Conservative Party deserve what is coming to them.

The woman is impossible.“

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi samsamað sig breska Íhaldsflokknum. Flokkurinn hefur tekið upp mörg stefnumál hans og margir leiðtogar flokksins hafa verið í miklum metum meðal flokksmanna. Margaret Thatcher naut mikillar hylli hjá hægrimönnum á Íslandi, á sama tíma og hún var afar óvinsæl á meginlandi Evrópu.

Á íslandi er oft talað um Evrópusambandið eins og það sé eitt allsherjar kratabandalag. Það er fjarri sanni. Sannleikurinn er sá að mið- og hægriflokkar í Evrópu eru býsna evrópusinnaðir. Bretland gerðist aðili að Evrópusambandinu árið 1973 þegar íhaldsmaðurinn Edward Heath var við völd. Heath var forsætisráðherra frá 1970 til 1974 og leiðtogi Íhaldsflokksins í áratug frá 1965 til 1975.

Forystumenn Íhaldsflokksins taka oftast nær upp pragmatísk nálgun gagnvart evrópusamvinnunni þegar þeir halda um valdataumana í ríkisstjórn Bretlands.Margrét Thacther sem seint verður talin mikill aðdáandi Evrópusambandsins sagði árið 1988: „Britain does not dream of some cosy, isolated existence on the fringes of the European Community“.

European People ´s Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu sem myndar bandalag hægri- og miðflokka.

Sjálfstæðisflokkurinn er líklega eini hófsami hægri flokkurinn í Evrópu, sem er andvígur því að ganga í Evrópusambandið. Það má spyrja sig hvort að Sjálfstæðisflokkurinn sé í góðum félagsskap með Marta Andreasen sem staðsett er á jaðri breska Íhaldsflokkins í hinu pólitíska litrófi?„

Elvar Örn er ekki í Sjálfstæðisflokknum og hefur ekki starfað þar hvorki að utanríkismálum né öðru. Hann sat ekki heldur fundinn með Andreasen í Háskóla Íslands og hlýddi ekki á rök hennar fyrir að hafa gengið til liðs við breska Íhaldsflokkinn. Hún er sannfærð um að hann sé umbótaafl innan ESB og þjóðaratkvæðagreiðslan sem David Cameron hefur boðað marki þáttaskil í þágu lýðræðis innan ESB og nái frelsisvindar að blása muni feyskir innviðir ESB brotna og sambandið leysast upp í núverandi mynd.

Boðskapur eins og þessi er eitur í beinum manna eins og Elvars Arnar. Hann ætti frekar að huga að honum heldur en persónu Mörtu Andreasen. Þá ætti Elvar Örn að skýra hvers vegna sá flokkur sem barðist ákafast fyrir ESB-aðild á Íslandi fyrir kosningarnar 27. apríl 2013 galt mesta afhroð í íslenskri stjórnmálasögu.

Sjálfstæðisflokkurinn er fullsæmdur af því að Marta Andreasen tali á hans vegum í Valhöll og þarf ekki annarra flokka menn til að segja sér fyrir verkum í því efni. Elvar Örn hefði gott af að leggja leið sína á fund Mörtu Andreasen og losa sig úr fjötrum þess boðskapar ESB-aðildarsinna að sambandið þoli ekki gagnrýna umræðu. Fundurinn í Valhöll er klukkan 11.00 laugardaginn 31. ágúst.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS