Laugardagurinn 16. janúar 2021

Noregur: Upplýst í dagblaði um stórtækt rafrænt njósnakerfi sem nær til þingmanna og ráðherra


13. desember 2014 klukkan 13:15

Norska blaðið Aftenposten hefur afhjúpað svonefndar grunnstöðvar í hjarta Oslóar sem má nota til að hlera farsíma og fylgjast með eigendum símanna. Staðarval fyrir stöðvarnar benda til að þær séu notaðar til að fylgjast með því sem gerist í stórþinginu og á stjórnarskrifstofum landsins.

Úr sal norska stórþingsins.

Um er að ræða leynilegan búnað sem enginn veit hver á eða hefur komið fyrir á stöðum nálægt stórþinginu, ráðuneytisbyggingum og bústað forsætisráðherrans. Starfsmenn Aftenposten hafa í samvinnu við sérfróða einkaaðila unnið í tvo mánuði að öflun upplýsinga sem sýna hvar finna megi hlerunar- og eftirlitsstöðvarnar.

Ekkert hinna opinberu stjórnvalda í Noregi sem hefur heimild til að reka slíkar stöðvar kannast við að eiga stöðvarnar sem sagt er frá í Aftenposten. Það er því óljóst hver stendur að baki stöðvunum eða hvaða tilgangi þær þjóna.

Í Noregi hefur aðeins lögreglan, öryggislögreglan (PST) og þjóðaröryggisdeildin heimild til að nýta tæknibúnað af þessu tagi. Þeir sem hafa aðgang að tækjunum sem sagt er frá Aftenposten geta í raun skráð ferðir allra á svæðinu undir eftirliti tækjanna. Þar á meðal alla sem fara inn eða úr þinghúsinu. Þá segir blaðið að einnig sé unnt að hlera farsíma þeirra einstaklinga sem vekja áhuga hverju sinni.

Aftenposten birti frétt sína um málið föstudaginn 12. desember en daginn áður hafði blaðið sagt norsku leyniþjónustunni frá því. Segir blaðið að í framhaldi af því hafi rétt norsk yfirvöld hafið rannsókn á málinu.

Laugardaginn 13. desember segir í frétt NTB-fréttastofunnar norsku að stórþingsmenn vilji fá greinargerð frá ríkisstjórninni um þetta mál annaðhvort á opnum stórþingsfundi eða lokuðum nefndarfundi. Þingmennirnir lýsa undrun yfir að þeir lesi fyrst um það í dagblaði að þeir kunni að vera undir smásjá einhverra ókunnra afla sem geti meira að segja hlerað farsíma þeirra. Svo virðist sem þessi starfsemi hafi farið fram hjá þeim sem sinni opinberri öryggisgæslu.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS