Efst á forsíðu viðskipta- og efnahagshluta franska blaðsins Le Monde birtist föstudaginn 13. mars fyrirsögnin: Ísland hafnar að gerast aðili að Evrópusambandinu.
Í stuttri tilvísunarfrétt segir að Ísland muni hvorki ganga í Evrópusambandið (ESB) né taka upp evru. Fimmtudaginn 12. mars hafi stjórnvöld í Reykjavík tilkynnt að ákveðið hafi verið að afturkalla aðildarumsókn landsins. Fráhvarfið dragi fram minnkandi aðdráttarafl sambandsins og hinnar sameiginlegu myntar.
Minnt er á að þessi ákvörðun komi ekki á óvart enda hafi orðið stjórnarskipti í landinu árið 2013 og við tekið mið-hægri stjórn sem hafi hafnað aðildarstefnu vinstristjórnarinnar frá 2009. Á því ári hafi verið litið til ESB sem björgunarhrings í fjármálakreppunni. Þá segir:
„Síðan hafa vandræði ýmissa landa ekki sist Grikklands fengið Íslendinga til að skoða hug sinn. Að það er ekki útilokað að Grikkir segi skilið við evru-samstarfið auk fyrirheitsins um þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um aðild að ESB hefur styrkt stöðu andstæðinga ESB-aðildar. Enn þann dag í dag er verg landsframleiðsla minni en árið 2008. Hins vegar með hliðsjón af því að atvinnuleysi hefur aftur fallið í 3%, af miklum vexti í ferðaþjónustu og af marktækri lækkun á húsnæðisskuldum telur þjóðin sig ekki lengur hafa þörf á Evrópu.“
Fyrir utan þessa forsíðugrein á blaðhluta Le Monde skrifa tveir blaðamenn grein inni í blaðinu undir fyrirsögninni: Ísland snýr baki við Evrópusambandinu – Þrýstingur frá Brussel vegna heimilda til fiskveiða vatn á myllu andstæðinga aðildar.
Blaðamennirnir Jean-Pierre Stroobants og Cécile Ducourtieux segja að framkvæmdastjórn ESB hafi ekki látið neitt frá sér fara að morgni föstudags 13. mars vegna bréfsins frá Íslandi til utanríkisráðherra Lettlands og framkvæmdastjórnar ESB frá deginum áður. „Við skoðum málið, það tekur sinn tíma,“segir talsmaður Fredericu Moghherini, utanríkis- og öryggismálastjóra ESB.
Blaðamennirnir hafa ekki vitað að þennan morgun var talsmaður framkvæmdastjórnarinnar spurður um málið og varð Maja Kocijanic, talsmaður viðræðustjóra stækkunarmála, fyrir svörum án þess að hafa kynnt sér málið til hlítar. Stóð hún í þeirri trú að um væri að ræða tveggja ára frest á viðræðunum og sagði Gunnar Bragi Sveinsson af því tilefni við mbl.is að greinilega væri hún „engan veginn með það á hreinu“ sem stæði í bréfinu sem hann hefði afhent. Hefur utanríkisráðuneytið kvartað til Brussel vegna þessara rangfærslna.
Blaðamenn Le Monde segja á hinn bóginn:
„Í Brussel líta menn þessa afturköllun ekki hýru auga, í henni felast neikvæð boð og hún ber með sér minnkandi aðdráttarafl alls sambandsins og hinnar sameiginlegu myntar.[…]
Á sínum tíma var afgreiðslu aðildartilmælanna hraðað í samanburði við einskonar tregðu gagnvart öðrum umsóknarríkjum eins og Serbíu, Tyrklandi eða Bosníu. Viðræðurnar hafi verið á ráðherrastigi frá 2010 og fræðilega höfðu Íslendingar fyrirheit um að verða 29. aðildarþjóð ESB á eftir Króötum sem gerðust aðilar árið 2013. Viðfangsefnin vegna landsins virtust einfaldari, vinsamlegri og falla betur að vegna þess að allt að 70% af lagabálki ESB hafði verið innleiddur í landslög.“
Blaðamennirnir rekja gang stjórnmála og efnahagsmála frá haustinu 2008, segja frá Icesave-deilunni og úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Icesave-samningunum var hafnað. Málið hafi sett svip á viðræðurnar og einnig makríldeilan þar sem ágreiningur hafi verið milli stjórnvalda í Brussel og Reykjavík. Þrýstingur á íslensk stjórnvöld í því máli hafi styrkt andstæðinga ESB-aðildar.
Nú ætli Íslendingar að láta duga að tengjast öðrum Evrópuríkjum í gegnum NATO, EES og Schengen-samstarfið
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...
Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf
„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.
Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrirgreiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...