Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Mosvka logar í kjaftasögum vegna fjarveru Pútíns - sagður veikur eða hjá ástkonu í Sviss


14. mars 2015 klukkan 13:38

Spurningin um hvers vegna Vladimír Pútín Rússlandsforseti sjáist hvergi og hafi hvergi birst opinberlega í rúma viku er meðal höfuðfrétta í The New York Times (NYT) laugardaginn 14. mars. Forsetinn aflýsti í skyndi ferð til Kazakhstan og frestaði undiritun samnings við fulltrúa Suður-Ossetíu sem var sagt að leggja ekki á sig ferð til Moskvu. Það sem vakið hefur mesta undrun er að hann tók ekki þátt í ársfundi forystumanna FSB, rússnesku öryggis- og njósnastofnunarinnar.

Vladimir Pútín

Í NYT segir að kjaftasögur um forsetann hafi farið á flug undanfarið. Hann sé sagður mjög illa haldinn af skæðri inflúensu sem herjar á Moskvubúa um þessar mundir. Hann hafi laumast til Sviss til að vera við fæðingu barns með ástkonu sinni. Hann hafi fengið heilablóðfall. Hallarbylting hafi verið gerð gegn honum, hann sé fangi í Kreml. Hann sé dáinn, 62 ára að aldri.

Dmitri S. Peskov, talsmaður forsetans, hefur ekki við að endurtaka að forsetinn sé við „góða heilsu“. NYT segir að honum hafi hins vegar ekki tekist að slá á orðróminn um heilsuleysi Pútíns og það sé í samræmi við hið sérkennilega andrúmsloft sem ríkt hafi í Moskvu mánuðum saman þar sem hræðsla við það sem kunni að gerast við fráfall eins manns og val á eftirmanni hans.

Stundum skynji menn að bakvið háa múra Kremlar ríki spenna vegna ágreinings um réttmæti þess að beita valdi í Úkraínu sem leiði aðeins til þess að gengi rúblunnar falli enn frekar undan sameiginlegum þunga af lækkun olíuverðs og refsiaðgerðum Vesturlanda eftir innlimun Krímar í Rússland.

Eftir að Boris Nemtsov helsti opinberi stjórnarandstæðingurinn í Rússlandi var myrtur hinn 27. febrúar hefur andrúmsloftið kringum Kremlverja enn versnað. Við þetta hafa vangaveltur um Pútín einnig tekið á sig annan blæ.

Andrei Illarionov, fyrrverandi ráðgjafi Pútíns, sagði á bloggi sínu að harðlínumenn hefðu velt forsetanum úr sessi að undirlagi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Rússar gætu vænst þess að innan tíðar yrði sagt að hann hefði tekið sér verðskuldaða hvíld frá störfum.

Sé leitað eftir upplýsingum um Pútín hjá embættismönnum Bandaríkjaforseta koma menn að tómum kofanum. Þar segist blaðafulltrúinn eiga fullt í fangi með að fylgjast með ferðum eins þjóðhöfðingja.

Síðast kom Pútín fram opinberlega, svo vitað sé, hinn 5. mars 2015 á blaðamannafundi með Matteo Renzo, forsætisráðherra Ítalíu. Innan Kremlar vilja menn hins vegar bregða upp annarri mynd.

Dagblaðið RBC sagði að fundur með landstjóra Karelíu-héraðs sem sagt var frá með mynd á vefsíðu forsetaembættisins hinn 11. mars hefði í raun verið haldinn hinn 4. mars. Þá hefði verið látið eins og Pútín hefði hitt fulltrúa kvenna sunnudaginn 8. mars en það hefði hann gert 6. mars.

Föstudaginn 13. mars birtist á vegum Kremlar myndband og ljósmynd af Pútín á tali við forseta hæstaréttar Rússlands um umbætur á dómstólakerfinu. Mikið var gert úr þessum myndum á ríkisreknum sjónvarpsstöðvum en NYT segir að þar sem ekki hafi verið um beina sendingu að ræða hafi þær ekki slegið á kjaftaganginn.

Einfaldasta skýringin á fjarveru Rússlandsforseta er sögð koma frá Kazahkstan þar sem stjórnarerindireki sagði við fréttamann Reuters „svo virðist sem hann hafi veikst“. Vegna slæmrar flensu í Moskvu sem kippir mönnum dögum saman „úr umferð“ virtist þetta líklegasta skýringin.

NYT segir að meðal mann

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS