Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Frakkland: Víðtækar heimildir veittar til hlerana, eftirfarar og njósna vegna hættu af hryðjuverkum


20. mars 2015 klukkan 12:06

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakka, kynnti fimmtudaginn 19. mars nýjar reglur um heimild yfirvalda til að hlera síma og netsamskipti. Sagði hann gildistöku þeirra nauðsynlega vegna þess að þjóðin hefði aldrei fyrr staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn frá hryðjuverkamönnum.

„Af því að okkur er oft ekki fært að segja fyrir um ógnina verða stofnanirnar að hafa vald til að bregðast við í skyndi. Ekki er unnt að þola svæði utan laga og réttar í netheimum,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann kynnti nýju reglurnar.

Í reglunum felst að stjórnvöld gera skyldað fjárskiptafyrirtæki að leita í símtala- og netsamskiptaskrám (metadata) og gera lögreglunni viðvart vakni grunsemdir um hryðjuverkastarfsemi. Yfirvöld hafa aðgang að rafrænum samskiptaleiðum og farsímum allra sem tengjast „hryðjuverka“ rannsókn án þess að þurfa fyrst að leita heimildar dómara. Netþjónustufyrirtæki (. Internet Service Providers (ISP)) og símafyrirtæki verða neydd til að láta í té upplýsingar sé þess krafist af yfirvöldum öryggismála.

Afrit af sím- eða tölvusamtölum verða geymt í mánuð og skráning (metadata) í fimm ár.

Leyniþjónustan og öryggislögreglan geta einnig komið fyrir myndavélum og upptökutækjum á einkaheimilum og auk þess sett upp búnað sem skráir hvern innslátt á þá tölvu sem er undir rannsókn. Þá er einnig heimild til að setja eftirfararbúnað í bíla og koma fyrir búnaði sem veitir upplýsingar um númer og skrásetningu nálægra farsíma.

Með hinum nýju reglum hverfa frönsk yfirvöld frá kerfi sem þau segja að hafi algerlega gengið sér til húðar við gæslu almannaöryggis með leynilegum aðferðum. Gengið var til þess verks að endurskoða reglur, aðferðir og tækjakost eftir hryðjuverkaárásina í París hinn 7. janúar 2015.

Á það er hins vegar bent að enn hafi öryggisstofnanir í Frakklandi ekki sambærilegar heimildir til forvirkra aðgerða og gilda í ýmsum öðrum vestrænum löndum til að fylgjast með borgurum þessara landa og útlendingum sem þar dveljast.

Manuel Valls lagði áherslu á að við allar ákvarðanir um framkvæmd hinna nýju reglna yrði gætt „fyllstu nákvæmni“, það yrði að „réttlæta“ allar ákvarðanir um að hefja hlerun eða eftirfylgni, forsætisráðherrann yrði sjálfur að veita heimild og hún gilti aðeins tímabundið. „Hér er alls ekki um almennt eftirlit með borgurum landsins að ræða,“ sagði Valls til að árétta að heimildirnar væru ekki hinar sömu sem má til dæmis finna í bandarísku Patriot-lögunum sem sett voru nokkrum vikum eftir árásina 11. september 2001.

Lögfræðingar, mannréttindasamtök og talsmenn fjarskiptafyrirtækja hafa gagnrýnt nýju reglurnar. Kannanir sýna á hinn bóginn almennan stuðning meðal Frakka við að eftirlit sé hert. Í lok janúar 2015 sögðu 71% aðspurðra að þeir styddu að gripið yrði til hlerana án þess að leita fyrst eftir úrskurði dómara.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS