Fimmtudagurinn 21. febrúar 2019

Pútín vill gjaldmiðilsbandalag með Hvíta-Rússlandi og Kazakhstan


22. mars 2015 klukkan 08:54

Pútín, Rússlandsforseti lagði til í fyrradag, föstudag, að Rússland, Hvíta-Rússland og Kazakhstan myndi með sér gjaldmiðilsbandalag en þessi ríki eru aðilar að Evrasíska efnahagsbandalaginu (EEU). Tillagan kom fram á fundi forseta þessara þriggja ríkja.

Vladimir Pútín

Að sögn Moskvutíðinda (The Moscow Times) sagði Pútín að tími væri kominn til að huga að slíku bandalagi. Hann setti ekki fram útfærðar tillögur en taldi að ríkin ættu auðveldar með að takast á við þau efnahagslegu verkefni sem framundan eru með slíku samstarfi.

Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands og Nazarbayev, forseti Kazakhstan, hafa ekki tjáð sig opinberlega um tillöguna en greinendur telja ólíklegt að hún komist í framkvæmd.

Kazakhstan er næst stærsta efnahagskerfið í hópi fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna á eftir Rússlandi. Ríkið er umsvifamikill olíuframleiðandi. Þeir hafa verið tregir til að taka þátt í sameiginlegum gjaldmiðli en telja að ríkin þrjú eigi fyrst að samræma peningamálastefnu sína. Fyrrum seðlabankastjóri þar, Grigory Marchenko, telur að það mundi taka 10-12 ár að koma í kring sameiginlegum gjaldmiðli þessara ríkja.

Lækkun á gengi rúblunnar hefur komið illa við ríkin tvö en hún hefur lækkað um 40% gagnvart dollar frá miðju síðasta ári.

SG

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS