Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Fríverslunar­viðræður ESB og Bandaríkjanna dragast á langinn


26. mars 2015 klukkan 12:47

Utanríkisráðherra Lettlands, Edgars Rinkevics, skýrði frá því miðvikudaginn 25. mars að ekki næðist að ljúka fríverslunarviðræðum fulltrúa Evrópusambandsins og Bandaríkjanna á þessu ári eins og að hefði verið stefnt.

Stöðvið fríverslunarviræðurnar

Utanríkisráðherrann sem nú situr í forsæti ráðherraráðs ESB sagði að hvorki undir forsæti Letta né Lúxemborgara á síðari helmingi ársins tækist að ljúka viðræðunum um Transatlantic Trade and Investment Partnership´ TTIP-viðræðunum. það er viðræðunum um fríverslun og fjárfestingar milli ESB og Bandaríkjanna.

Þetta eru viðamestu viðræður um fríverslunarsamning sem til hefur verið stofnað og hafa verið gefnar heitstrengingar um að þeim lyki í lok þessa árs – síðast á fundi leiðtográðs ESB í síðustu viku.

Lettar gegna formennsku í ráðherraráði ESB til 1. júlí 2015 þegar keflið gengur til Lúxemborgar. Rinkevics utanríkisráðherra sagði á blaðamannafundi í Riga, höfuðborg Lettlands, miðvikudaginn 25. mars:

„Við höfum rætt saman um málið í heild og hvernig ná eigi samkomulagi en við getum ekki útilokað að þetta dragist á langinn. Pólitískur vilji er fyrir hendi en það þarf tvo til að dansa tangó .“

Cecilia Malmstroem, viðskiptastjóri ESB, var einnig á blaðamannafundinum og sagði ekki unnt að dagsetja lyktir viðræðnanna en báðir aðlir vildu ljúka þeim „í stjórnartíð Obama“, það er fyrir lok árs 2016.

Í febrúar 2015 samþykktu fulltrúar Bandaríkjanna og ESB að vinna „af fullum krafti“ að niðurstöðu í þessu þessu risavaxna verkefni eins og AFP-fréttastofan orðar það „þrátt fyrir vaxandi efasemdir beggja vegna Atlantshafs“.

Bent er á að í viðræðunum sé ekki aðeins ætlunin að semja um afnám lágra tolla heldur einnig um meiri samræmingu en nokkru sinni fyrr varðandi vörur og þjónustu á öllu frá Roquefort-ostum til bókhaldsaðferða.

Eitt af því sem reynst hefur erfiðast úrlausnar eru kröfur um að fjölþjóðafyrirtæki geti krafist þess að sérstakir gerðardómar fjalli um ágreiningsatriði sem kunna að rísa í einstökum löndum vegna starfsemi þeirra. Þau geti stefnt stjórnvöldum fyrir dómstóla sem ekki beri að virða lög viðkomandi lands.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS