Miðvikudagurinn 11. desember 2019

Pútín: Vesturlönd reyna að þrengja að Rússum og ýta undir óróa innanlands

Segir NATÓ byggja upp hernaðarkerfi í námunda við landamæri Rússlands


27. mars 2015 klukkan 09:27
Vladimír Pútín

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, flutti ræðu í gær á fundi rússnesku leyniþjónustunnar (FSB), þar sem hann sagði að Vesturlönd væru að þrengja að Rússlandi og ýta undir óróa innanlands. Hann sagði að þau notuðu allt vopnabúr sitt til að halda Rússlandi í skefjum. Þar kæmi til viðleitni til að einangra Rússa pólitískt, efnahagslegur þrýstingur, meiri háttar upplýsingastríð og sérstakar aðgerðir.

Þá sagði Pútín Atlantshafsbandalagið byggja upp hernaðarkerfi sitt í námunda við landamæri Rússlands og sagði að áform bandalagsins um eldflaugavarnir væru tilraun til að raska núverandi jafnstöðu á sviði kjarnorkuvopna.

Pútín sagði að staðan mundi ekki batna ef Rússar gæfu eftir. Hún mundi versna. Hún batni einungis með auknum styrkleika Rússa.

Þá sagði Pútín leyniþjónustur Vesturlanda halda áfram að nota félagasamtök og pólitísk samtök til að gera lítið úr stjórnvöldum í Rússlandi og skapa ójafnvægi innanlands. Hann sagði starfsemi gagnnjósnadeildar Rússlands hafa leitt til þess að starfsemi á þriðja hundrað undirróðursmanna hefði verið stöðvuð á síðasta ári.

Forsetinn sagði að Rússar mundu halda áfram að fylgjast með félagasamtökum sem væru fjármögnuð erlendis frá.

Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins í Moskvu, Alexander Lukashevich, hafði í gær í hótunum við þau aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sem taka þátt í hinum nýju eldflaugavörnum en áður hafði sendiherra Rússa í Danmörku haft í slíkum hótunum við Dani eins og sagt hefur verið frá hér á Evrópuvaktinni.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins sagði í Washington í fyrradag, miðvikudag,að bandalagið stæði nú fyrir mestu endurnýjun sameiginlegra varna frá lokum kalda stríðsins.

SG

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í stjórnmálavaktinni

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Klofingur meðal kristilegra í Þýskalandi vegna skuldavanda Grikkja

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði þriðjudaginn 31. mars að viðræður við Grikki um skuldamál væru svo flóknar að niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en undir lok apríl. Spenna vegna málsins er ekki aðeins á stjórnmálavettvangi í Grikklandi heldur einnig annars staðar á evru-svæðinu. Hefur s...

Alexis Tsipras: Ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf

„Við leitum eftir heiðarlegri málamiðlun við lánardrottna en ekki búast við skilyrðislausri uppgjöf,“ sagði Akexis Tsipras, forsætis­ráðherra Grikkja, í ræðu í gríska þinginu í gær. Hann sagði að Grikkir hefðu lagt fyrir lánardrottna hugmyndir um að koma böndum á smygl á benzíni og tóbaki, eftirlit með fjármagnstilfærslum til erlendra banka og stöðvun vsk-svindls.

Engar haldbærar tillögur um umbætur liggja enn fyrir frá Grikkjum - unnið dag og nótt vegna ótta við greiðsluþrot

Síðdegis mánudaginn 30. mars höfðu evru-ráðherrahópnum og þríeykinu ekki enn borist tillögur grísku ríkis­stjórnar­innar um ráðstafanir til að fullnægja skilyrðum til útgreiðslu á lánsfé svo að bjarga megi Grikklandi frá greiðsluþroti. Ljóst er að niðurstaða um fyrir­greiðslu til Grikkja fæst ekki fyrr...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS